Kominn heim eftir 10 daga ferðalag.
Hvað gerir maður á föstudagskvöldi þegar að kærastan er á djamminu? Jú, situr heima fyrir framan tölvuna, vinnur í bókhaldi og horfir á Bikinímódel Íslands í sjónvarpinu. Gríðarlega hressandi. Sá þáttur er örugglega efni í aðra færslu, enda ég gríðarlega mikill áhugamaður um vandræðalegt sjónvarpsefni.
Var semsagt í 10 daga í Benelux löndunum. Hef áður skrifað um [ferðina til Utrecht](https://www.eoe.is/gamalt/2006/03/30/19.33.15/). Í Amsterdam gerði ég svo sem ekki margt merkilegt. Fór jú á Rijksmuseum, sem mér fannst fínt. Helmingurinn af safninu er í endurgerð, þannig að aðeins helstu meistaraverkin voru til sýnis. Sem hentaði mér vel, þar sem ég nennti ekki löngu safnabrölti og fínt að geta séð helstu Rembrandt verkin á met-tíma.
Fór svo til Brussel, þar sem ég var í þriggja daga ferð til höfuðstöðva Nato. Þarna var 10 manna hópur frá Íslandi samankomin. Við sóttum ráðstefnur á vegum Nató, ég borðaði mikið af góðum mat og drakk óhóflega af léttvíni og bjór. Frábær ferð, en ferðasagan væri sennilega of full af einkahúmor til þess að verða áhugaverð.
Náði að sjá talsvert af Brussel, sérstaklega í mikilli þynnkuferð sem við Jensi fórum í á sunnudaginn. Löbbuðum um Grand Place, sáum einn [furðulegasta túristastað](http://images.google.is/images?hs=FmK&hl=is&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official&q=Manequin%20Pis%20&btnG=Leita&lr=&percentage_served=100&sa=N&tab=wi) í heimi, löbbuðum um allar Evrópbyggingarnar og létum okkur dreyma um ESB aðild.
Mjög gaman.
* * *
Eru ekki annars allir byrjaðir að [lesa Draumalandið](https://www.eoe.is/gamalt/2006/03/31/18.23.21/)? 🙂
Jújú, ég er byrjaður að lesa bókina 🙂 Lýst mjög vel á hana, er bara búinn með 100 bls en þetta er eiginlega eins og að lesa skemmtilegt blogg bara! Frábær bók, enn sem komið er amk :biggrin2:
Haha! Manequin pis á svo vísan stað í hjarta Brussel-búa að hálf hæð á borgarminjasafninu er tileinkuð honum.
hlakka til að lesa bikinimodel færsluna!!! :laugh:
Langaði að benda þér á að Andri Snær Magnason, höfundur Draumalandsins, ætlar að fjalla um bókina í íslensku og alþjóðlegu samhengi á fyrirlestri á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda á morgun, þriðjudag, kl.
12:15.
Velkominn heim, kallinn. 🙂
“Var semsagt í 10 daga í Benelux löndunum”…
Humm, eru thau ekki 3, thessi BeneLUX loend?!?!
Bene, bene, bene… tutti bene ;-)) :confused: :laugh: :tongue:
Já, það er víst. En er maður ekki í Benelux löndunum þótt maður fari ekki til þeirra alla? Alveg einsog maður er í Evrópu þótt maður fari ekki til allra landanna? 🙂