Vaknaður?

Þetta finnst mér grúví: Laugardagsviðtal Blaðsins var við Andra Snæ Magnason, [höfund Draumalandsins](https://www.eoe.is/gamalt/2006/03/31/18.23.21/). Í viðtalinu, sem fjallar um bókina, kemur þessi spurning:

Draumalandid-eoe_bladid.jpg
Já, ég er vaknaður. Og ef ég hefði haft meiri tíma, þá væri ég sennilega búinn að skrifa meira um bókina. En ég er bara búinn að vera svo skemmtilega upptekinn af öðru. Það lagast væntanlega í páskafríinu.


Hitti í gær bloggara, sem ég hef kommentað hjá og sem hefur kommentað hjá mér. Heilsaði honum ekki. Var ekki viss um hvort það væri við hæfi. Þannig að ég horfði bara asnalega á hann. Ég þarf sennilega að vera drukkinn til að heilsa fólki, sem ég þekki bara af internetinu.

4 thoughts on “Vaknaður?”

  1. Skemmtilegt þegar fólk nefnir mann í fjölmiðlum. En hann hefði nú mátt henda slóðinni inn á síðuna þína. 🙂

  2. Hvað ætli margir sem lesi þessa ágætu áróðursbók (því hún er einmitt það og góð sem slík) hafi skipt um skoðun eftir á..?

    Hvers vegna þurfti fólk að lesa bók eða hlusta á einn rithöfund í útvarpi til að átta sig á að Kárahnjúka-álveravæðing þjóðarinnar væru stórkostlegasta slys og hryðjuverk í sögu lands og þjóðar?

    Virðist svolítið eins og þjóðin geti hreinlega ekki myndað sér skoðanir sjálf, geti ekki horft með gagnrýnum augum á hlutina, nenni ekki að mótmæla og aldrei í verki (á kjörstað)… (með fullri virðingu fyrir hinum örfáu sem þetta á ekki við um).

    Þurfti bók til að fólk færi að skammast sín?

  3. Ragnar, ég er búinn að skrifa pistil um mitt svar við þessari spurningu þinni. Birti hann hérna eftir helgi, þar sem hann birtist líka á annarri síðu. 🙂

Comments are closed.