Ég er að leita að íbúð (reyndar ekki fyrir sjálfan mig) til leigu í þrjá mánuði í sumar. Þarf að vera 3 herbergja, í RVK og ekki mjög dýr. Ef þú veist um slíka íbúð, væri frábært ef þú gætir sent mér póst. 🙂
3 thoughts on “Íbúð”
Comments are closed.
Sorrý að ég skuli gera athugasemd við akkúrat þetta blogg, þetta er bara það nýjasta hjá þér, er ekki með íbúð til leigu en læt vita ef ég frétti af einhverju. Málið er hinsvegar að ég var að lesa draumalandið, datt inná http://www.draumalandid.is og þar er vísun á umfjöllun þína um bókina hér á eoe.is. Þessi bók vakti mig líka til umhugsunar og kannast ég við lýsingarnar þínar af upplifuninni á að lesa þessa snilldar bók. Fann hvergi á http://www.draumalandid.is hvernig er hægt að hafa samband, senda inn hugmyndir, benda á góðar síður, greinar o.s.frv. Síðan draumalandid.is væri fínn vettvangur fyrir þá sem hafa breytt um skoðun eða styrkts í skoðunum sínum varðandi framtíð íslands! Semsagt hefur þú einhverja hugmynd hvernig maður hefur samband við draumalandsliðið á http://www.draumalandid.is?
Neibbs, því miður. Vinnubrögðin á þeirri síðu eru reyndar pínu hæpin þar sem þeir kópera bara greinina mína en setja ekki inn beinan tengil (og því hafði ég ekki séð síðuna áður).
En það er rétt hjá þér – hugmyndin að síðunni er ágæt og þínar pælingar líka. Væri eflaust gaman ef þessi síða yrði örlítið opnari.
Sælir,
ég hef sett tengla á síðurnar með ummælunum sem tekin eru af þessum vef. Athugasemdin um skortinn á tenglum var vel þegin og til að opna fyrir slíkar ábendingar og hugmyndir (eins og einnig var bent á) mun ég setja upp “Hafið samband” síðu í kvöld eða á morgun.
F.h. draumalandid.is – Þorri