Í fréttaþættinum Kompás á sunnudaginn var umfjöllun um morfínsjúklinga.
Við eitt myndskeiðið var spilað lagið Hurt eftir Trent Reznor í útgáfu Johnny Cash. Ég veit ekki alveg hvort þetta lag var valið vegna þess að það hljómar sorglega, eða vegna vísana í sprautuneyslu í laginu.
>I hurt myself today
To see if I still feel
I focus on the pain
the only thing that’s real
The needle tears a hole
the old familiar sting
try to kill it all away
but I remember everything
Allavegana, þá passaði þessi útgáfa af laginu með Cash alls ekki við tilefnið. Þegar ég fór að spá í þessu nánar áttaði ég mig á því hversu mikið merking lagsins breytist í flutningi Johnny Cash. Lagið fjallar að vissu leyti um eftirsjá og eyturlyfjaneyslan er alls ekki aðalatriðið. En sprautan er samt stór þáttur. Einhvern veginn er sterkasti kaflinn í Hurt í útgáfu Trents fyrsta versið þar sem hann talar um sprautuna og svo þegar Trent spyr sig:
>what have I become?
my sweetest friend
Í Cash útgáfunni þá er þetta í mínum huga mikið breytt. Í stað þess að vera sprautufíkill á þrítugsaldri, þá gerir hinn sjötugi Cash, lagið að sínu og engu líkara en að hann hafi sjálfur samið lagið. Myndbandið gerir það líka svo sterkt, að maður getur ekki ímyndað sér annað en að Cash hafi samið það sjálfur. Lagið fjallar allt í einu um gamlan mann, sem er á að takast á við ellina og dauðann. Og allt í einu verður sterkasta línan í flutningi Cash…
>everyone I know
goes away in the end
…sérstaklega í myndbandinu þegar sýnd er mynd af mömmu Cash og svo myndskeið af June Carter, sem lést stuttu eftir að myndbandið var gert.
Þegar ég hafði hlustað á Hurt með Cash, þá fannst mér hann vera að gera lagið svo miklu betra en Trent. En smám saman hef ég skipt um skoðun og lært að meta betur útgáfu Trents á laginu. Hún er ekki jafn áhrifamikil við fyrstu hlustun, en þegar ég fór að gefa Downward Spiral meiri sjens og byrjaði að hlusta á hana aftur (eftir að hafa fókusað of mikið á Closer í upphafi), þá lærði ég að meta útgáfu Trents betur.
Snilldin í lagasmíðinni hlýtur að vera sú að hægt sé að búa til tvær svona ótrúlega áhrifamiklar og mismunandi útgáfur af sama laginu.
Ég er fyllilega á bandi Cash í þessu máli.
Eins og góður maður sagði eitt sinn:
When you write a song and Johnny Cash covers it, you were only holding it until Johnny Cash rightfully took it from you.
Gummi Jóh, þú gleymdir endinum á þessari tilvitnun: “… unless your name is Trent Reznor.” 🙂
Það fer í taugarnar á mér þegar fólk segir að Cash útgáfan sé betri. Hún er ekki betri, bara ÖÐRUVÍSI. Frábær útgáfa, en það er ósanngjarnt gagnvart Trent að ætla að gefa það í skyn að þetta sé ekki hans lag lengur, sér í lagi þar sem ég get ekki hugsað mér neitt annað lag sem fangar allt það sem NIN standa fyrir betur en “Hurt” gerir.
Gaman að Einar skuli loks hafa fattað þetta. :tongue: