Eurovision kostnaður

Egill Helga [bendir á þetta í pistlinum sínum]() og ég tók þetta saman og setti í graf (einsog sönnum hagfræðingi sæmir) og bæti við löndum, sem var auðvelt að gúgla.

Hérna er kostnaður við það að senda inn atkvæði í Evróvisjón kosningunum á laugardaginn. Smellið á myndina til að sjá stækkaða útgáfu

(*geri ráð fyrir að það kosti ekki meira en 1 dk að senda SMS í Danmörku – en það kostaði 1 DK + venjulegan kostnað að kjósa þar skv. Agli*)


Þetta er alveg ótrúlega sniðugt til að skoða mun á því hvernig fólk verðleggur hluti á Íslandi vs. annars staðar. Hérna eru engir tollar eða vörugjöld, sem hægt er að kenna um. Ekkert landbúnaðarkerfi, eða langar flutningsleiðir. Samanburðurinn er magnaður.

4 thoughts on “Eurovision kostnaður”

  1. Jábbs… framboð og eftirspurn. Gaman væri að sjá áhorfstölur fyrir mismunandi lönd. Ég fæ tölurnar fyrir Bretland í Sunday Times eftir 3-4 vikur.

    Kæmi mér ekki á óvart að Slóvenía hafi álíka áhorf og Ísland á meðan enginn heilvita maður horfir á þetta í “stóru löndunum” í Evrópu, nema kannski þeir sem fíla Terry Wogan í Bretlandi – talandi um mun á lýsingu, sú breska er sambærileg við að Ingva Hrafni væri gefin hálf viskýflaska og látinn sjá um lýsinguna… sem er vissulega áhugaverð hugmynd :biggrin:

    PS: ég kaus einmitt 3x Finnland á verði eins íslensks atkvæðis 🙂

  2. Er þetta ekki bara sniðug leið til að fá notendur Eurovision til að borga fyrir Eurovision?

    Mér finnst þetta bara góður “hálfvitaskattur”.

Comments are closed.