Roger Waters í Egilshöll

Jæja, tónleikarnir í gærkvöld voru verulega góðir. Ég fór með [Jens](http://jenssigurdsson.com/) vini mínum og skemmtum við okkur vel. Prógrammið var ekki ósvipað því, sem ég sá í Texas fyrir nokkrum árum, þó með nokkrum skemmtilegum breytingum.

Fyrir það fyrsta var stórt tjald fyrir aftan hljómsveitina, sem var nýtt nokkuð vel með myndefni. Til dæmis kom Perfect Sense vel út með myndband í bakgrunni. Prógrammið var nokkuð svipað og í Texas fyrir utan að Waters tók auðvitað alla Dark Side of the Moon. Svo tók hann líka nýlegt (á mælikvarða Waters) lag, Leaving Beirut þar sem hann notaði líka skjáinn vel til að segja sögu.

Hápunktarnir voru líka svipaðir og síðast. Perfect Sense var frábært og svo var lokakaflinn í Dark Side verulega flottur. Við vorum nokkuð nálægt sviðinu og ég man ekki eftir að hafa upplifað betra hljóð í Egilshöll. Upplifunin mín var þó nokkuð öðruvísi en í Houston fyrir 6 árum. Að vissu leyti vegna þess að ég hef ekki hlustað svo mikið á Pink Floyd efni undanfarin ár. Þegar ég fór á tónleikana í Texas, þá var ég á tímabili þar sem ég hlustaði gríðarlega mikið á Pink Floyd og Waters og öll lögin virtust fersk. Núna hafði hins vegar liðið langur tími síðan ég hafði síðast hlustað á efnið. Var m.a.s. búinn að gleyma textanum að Set the controls… En þetta virkaði sem frábær upprifjun og ég er ekki frá því að það hafi kviknað í mér Pink Floyd áhugi aftur.


Fluginu til Osló hefur verið seinkað og því sit ég núna inná Saga Lounge í Keflavík. Það gerir biðina eftir flugina svo sannarlega bærilegri.

3 thoughts on “Roger Waters í Egilshöll”

  1. Ég var einmitt mikið að spá hvernig honum yrði tekið í Texas (er það örugglega ekki viðkomustaður á túrnum?) með lögum eins og Leaving Beirut (“Oh George, that Texas education must have fucked you up when you were little.”)

    Það voru líka ansi mörg anti-Bush referencar fyrir utan það (mynd af honum á tjaldinu við “All that you hate” í Eclipse, “Mission Accompished” og svo myndirnar af honum, Karl Rove, Bin Laden o.fl. í Perfect Sense). Kannski koma ekki margir pro-Bush á tónleikana hans til að byrja með, en það er ekki að neita að Texas sé “fylkið hans”.

  2. Jamm, ég fór á tónleika með Waters í Houston, Texas árið 2000. Þá var GWB ekki orðinn forseti. Aaaah, good times 🙂

Comments are closed.