Úfff, ég trúi því varla að ég sé að fara út í fyrramálið. Ég er ekki einu sinni byrjaður að pakka.
Síðustu dagar hafa verið skemmtilegir, en líka fullir af stressi. Hápunkturinn var án efa brúðkaup Friðriks og Thelmu, sem var haldið á laugardaginn. Fyrir það hafði ég auk vinnustress verið að stressa mig á því að búa til myndasýningu fyrir brúðkaupið, sem og að semja ræðu.
Brúðkaupið var í alla staði frábært. Ég skemmti mér ótrúlega vel og allt heppnaðist frábærlega. Ég hélt ræðu og svo vorum við æskuvinirnir með myndasýningu, þar sem við sýndum myndir frá því þegar við vorum litlir. Vá hvað þetta var skemmtilegt.
Annars hafa síðustu dagar bara farið í að kára nokkur vinnutengd mál á síðustu stundu. Er í raun ekkert búinn að skipuleggja ferðina mína. Veit bara að ég ætla að pakka myndavélum og smá fötum í kvöld og kaupa svo bara það sem ég þarf þegar ég kem á staðinn og finn á mér hvað ég þarf. Síðast tók ég alltof mikið af dóti í bakpokann og þurfti að senda dót heim nánast strax.
Ég á svo flug í fyrramálið til London og svo um kvöldið með Emirates til Dubai og þaðan til Bangkok. Fer væntanlega að heiman klukkan 4.45 miðvikudaginn 12.september og ef allt gengur að óskum þá lendi ég í Bangkok klukkan 18.30 þann 13.september að staðartíma. Þetta er massíft ferðalag. Er búinn að panta mér semi-gott hótel á Khao San þar sem ég nenni ekki að hlusta á hrjótandi Þjóðverja fyrstu nóttina. Vil getað náð úr mér mestu þreytunni með svefni i almennilegu herbergi fyrstu nóttina. Fyrir utann það er ekkert planað nema að ég hef grófa hugmynd um að byrja ferðina með því að fikra mig til Kambódíu.
En allavegana, ég stefni á að skrifa reglulega frá þessari ferð minni. Vonandi getur það verið áhugavert fyrir einhverja. Stefni líka á að uppfæra Flickr síðuna með myndum.
Fyrir vini og vandamenn, endilega **sendið mér póst** 🙂
ohhh Tæland er æææææææði. Ég öfunda þig feitt. Skemmtu þér rosa vel 🙂
Góða ferð! Mun fylgjast spennt með ferðasögunni og neyðist til að játa að ég næstum öfunda þig, þó ég viti að maður á ekki að öfunda fólk af því sem það drífur í að gera sem maður gæti alveg gert sjálfur.
Alltaf gaman að fylgjast með ævintýrum þínum. Eitt af fáum bloggum sem ég fylgist með þar sem ég þekki eiganda ekki neitt. Finnst frábært að sjá þegar fólk fer bara og gerir það sem því finnst skemmtilegt! Vildi að ég gerði þetta. Hef farið til Tælands (bangkok og Kog Samui) og Laos, mér fannst Laos æðislegt land. Allavega góða ferð og skemmtun.
Góða ferð!
kv., Sandra
jei stafirnir eru komnir í lag:)
Góða ferð á morgun.
“Fer væntanlega að heiman klukkan 4.45 miðvikudaginn 12.september”
Miðvikudagurinn er 13.!!! Varstu nokkuð að missa af fluginu? hehe 😉
Góða ferð… og góða skemmtun!
kv, tobs
Takk 🙂