Skiptinemi

Einsog flestir fyrrverandi skiptinemar þekki ég stressið tengdu því að fá að vita hvernig fósturfjölskylda myndi verða. Sem betur fer var ég ólýsanlega heppinn með mína fjölskyldu í Caracas.

Þessi [Pólverji var ekki alveg jafn heppinn](http://www.spiegel.de/international/0,1518,448350,00.html)

>When Polish student Michael Gromek, 19, went to America on a student exchange, he found himself trapped in a host family of Christian fundamentalists. What followed was a six-month hell of dawn church visits and sex education talks as his new family tried to banish the devil from his soul

og þetta:

>My host parents treated me like a five-year-old. They gave me lollipops. They woke me every Sunday morning at 6:15 a.m., saying ‘Michael, it’s time to go to church.’ I hated that sentence. When I didn’t want to go to church one morning, because I had hardly slept, they didn’t allow me to have any coffee.

Greinin öll er mögnuð. Ég hætti einmitt við að fara til Bandaríkjanna af því að ég var hræddur um að enda á einhverju krummaskuði. Það að velja Venezuela í stað Bandaríkjanna er sennilega meðal bestu ákvarðanna ævi minnar.

[via Kottke](http://www.kottke.org)

11 thoughts on “Skiptinemi”

  1. Akkúrat öfugt hjá mér, bauðst að fara til Suður-Ameríku en fór í staðinn til Bandaríkjanna. Og lenti í krummaskuði í biblíubeltinu miðju. Skil ekkert í mér núna, þótt þetta hefði verið mjög gaman og ég heppinn með fjölskyldu og allt það. Margir vinir mínir voru babtistar og ansi miklir fundamentalistar, en fínt fólk samt sem áður. Kannski hefur ástandið versnað þarna. Og drengurinn afar óheppinn.

  2. Þau hafa sjálfsagt valið strákinn því Pólverjar eru langtum kristnasta þjóð Evrópu. Sem gerir söguna raunar enn merkilegri og athyglisverðara dæmi um gjána sem hefur myndast á milli þessara fyrrum frændálfa – jafnvel drengur frá kristnasta landi Evrópu fær sjokk yfir fundamentalismanum í Kanalandi.

  3. Ég lenti í þessu þegar ég var tvítugur. Fór reyndar ekki út sem skiptinemi en fór til Oklahoma með það í hyggju að flytjast þangað. Það var lengi vel tvísýnt hvort mér litist nógu vel á samfélagið til að vera þarna til lengri tíma en ég get með fullri vissu sagt hvenær ég tók endanlega ákvörðun um að koma aftur heim.

    Það er ekkert sem getur búið mann undir að tengdaforeldrarnir mæti inn á forstofu manns með prestinn sér við hlið. Svo er sest niður og næstu nokkra tímana er reynt að frelsa mann.

    Ég var farinn heim viku síðar. Mín samúð er hjá þeim pólska …

  4. Ég lenti hjá Vottum Jehóva í Ecuador sem að breyttu húsinu í kirkju 4x í viku og sannfærðu mig um að ég færi beinustu leið til helvítis afþví ég neitaði að hætta að reykja og drakk áfengi…… En svo var ég líka hjá fólki í Honduras sem að ráku vændishús og fannst það algjört veist of tæm að ég færi í skóla þar sem að hann væri bara fyrir vitleysinga… 🙂
    Já það er gaman að þessu öllu saman!

  5. Ég held að þú, Lilja fáir einhvers konar verðlaun fyrir óheppni á skiptnemaárinu. Þetta og svo fellibylur. 🙂

    En þessar sögur sannfæra mig bara ennfrekar um að Venezuela var rétt val.

  6. Ætla Chicago Cubs menn ekkert að tjá sig hér á síðunni?

    Það eru nú ekki margir Baseball aðdáendur á landinu og gaman væri að heyra aðeins frá þeim.

    Cubs heldur betur búnir að opna veskið og fjárfesta ansi hreint vafasamt í Soriano.

    Auglýsi því hér með eftir almennilegri Baseball-umræðu á Íslandi.

  7. Já, ég efast nú um að margir hafi áhuga á skrifum mínum um baseball. En mér líst fáránlega vel á Soriano. Það voru tveir stórkostlegir hitter-ar á markaðinum og Cubs fengu þá báða – bæði Aramis og nú Soriano. Það var æði.

    Loksins að þetta lið þorir að eyða einhverjum peningum. Núna bara ef að Prior verður heill, þá ætti liðið að geta eitthvað á næsta tímabili.

    Og svo líst mér auðvitað vel á Lou. Hann verður allavegana ekki verri en fokking Dusty Baker. 🙂

  8. Þakka svarið og ég mana þig til að testa ‘markaðinn’ með baseball-skrifum.

    Sorglegt að landinn hafi ekki enn ‘fattað’ þetta stórkostlega sport.

    Það efast enginn um getu Aramis og Soriano, maður setur hins vegar spurningamerki við verðmiðann, ef ég væri Cub-fan myndi ég svo sem sætta mig við Ramirez, en 8 ár fyrir Soriano er alltof mikið.

    Og Chicago Cubs verða að fara hætta að treysta á Prior og Wood, að vísu virðast þeir vera búnir að gefast upp á Wood, næsta ár verður hans síðasta tækifæri, gæti orðið góður closer, en ég myndi ekki veðja á það.

    Lou er síðan auðvitað bara vitleysingur, hann á kannski eftir að koma með smá kraft inn í þetta í byrjun, en þetta hjónaband á bara eftir að enda illa.

  9. Jú, ég hef nú eitthvað skrifað um þetta. En ástandið undanfarið hjá Cubs hefur svosem ekki gefið mér mikla ástæðu til gleiðskrifa.

    Það vita allir að Cubs borga of mikið fyrir Soriano, en stundum þarf einfaldlega að gera það til að senda skilaboð til allra að þetta lið sé að hætta í meðalmennsku. Aðdáendur krefjast þess að liðið eyði og svo þegar það gerir það þá kvarta þeir yfir því að þeir eyði of miklu.

    Annars algjörlega ósammála með Lou og það er öllum augljóst að Cubs treysta ekki lengur á Prior og Wood. Wood fékk t.a.m. miklu minni samning núna þegar hann kláraði sinn samning í haust.

    Með hverjum heldur þú annars?

  10. Þakka svarið Einar og vona að þú munir skrifa kannski svona af og til um hafnaboltann, a.m.k. á meðan tímabilinu stendur. Hvað þekkirðu marga á landinu sem fylgjast með Baseball?

    Vissulega er það rétt að alltaf þarf að yfirborga fyrir leikmenn, en það er bara svo augljóst með Soriano að það á eftir að verða albatross-samningur þegar fram líða stundir, gæinn verður jú 31s þegar tímabilið er að hefjast.

    Einnig væri gaman að forvitnast hvernig og hvað það tók þig langan tíma að detta inn í sportið. Þegar maður segir fólki að maður hafi gaman að því að horfa á hafnabolta fussa flestir og væla yfir því hvað þetta er leiðinlegt sport. Það tók mig soldinn tíma að detta inn í þetta en þegar ég var loksins kominn inn féll ég svoleiðis fyrir þessu. Sé helst eftir því að hafa ekki verið fæddur í USA svo ég hefði getað stundað þetta sem krakki.

    Annars held ég með Boston og hef gert síðan þeir töpuðu fyrir Yankees í ALCS 2003 (bara nýbyrjaður að fylgjast með), einmitt á sama tíma og þínir Cubs töpuðu eftirminnilega fyrir Marlins í NLCS.

Comments are closed.