Nú horfði ég allavegana á tvo þætti af hinu íslenska Ædoli og tel mig því vera sérfræðing um það fyrirbrigði. Samt get ég ekki fyrir mitt litla líf séð hver er munurinn á Idol og X-factor fyrir utan það að eldra fólki er hleypt inn. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?
Jú, kynnirinn er umtalsvert sætari en Simmi og Jói. Það er þó eitthvað.
Ég er búinn að horfa á þetta með öðru auganu á meðan ég rembist við að setja nöfn við allar myndirnar, sem ég tók i Asíu. Ég kom með um 1.000 myndir heim en er búinn að eyða út 400 myndum. Sem skilur 600 myndir eftir, sem er einmitt hreinasta geðveiki. Þetta verður eilífðarverkefni.
Ekki spes þættir og löng auglýsingahlé. En tók einmitt eftir þessari setningu… “… til Reykjavíkur maður”. Það var fyndið og sætt.
Jamm, þetta var að mínu mati fyndnasta línan í íslensku sjónvarpi síðan að Batselorinn náði toppnum með [Nizza kommentinu](http://www.eoe.is/gamalt/2005/11/24/20.51.35/) 🙂
Já snilldar komment alveg hreint 🙂
sko það verður svo skipt í þrjá hópa.. yngri en 25, eldri en 25 og hópar.. svo fær hver dómarinn einn af hópunum og á að þjálfa hann upp og svo er keppni á milli þeirra líka..
you get it?
ég horfði smá á breska x-factor einu sinni. það var skemmtilegt því simon cowell og sharon ozzbourne voru meðal dómara..