Ég trúi varla að ég hafi horft á [einn og hálfan klukkutíma af Milton Friedman rífast við Ólaf Ragnar og Stefán Ólafsson á tölvunni minni](http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4339003). Þessi hagfræði-nördismi mun duga mér næstu vikurnar.
7 thoughts on “Milton!”
Comments are closed.
Dittó!
Hann naut nokkurs samkeppnisforskots í formi tungumálsins en mér fannst hann furðu ragur að vilja tala um stjórnmálaskoðanir sínar.
Ég held að vandamál vitringanna þriggja hafi verið að þeir hafi verið með fyrirfram ákveðnar snörur í stjórnmálaskoðunum kappa en hann tók stóra lykkju framhjá þeim með því að færa talið ávalt aftur að peningamagnskenningunni.
Ólafur Ragnar hafði þó furðu heilbrigðar skoðanir á peningamálastjórnun, kom á óvart!
Ég verð bara segja ég hafði mjög gaman af þessum umræðum. Takk fyrir að benda á þetta. Ef þú lumar á ábendingu um skemmtilega bók frá honum um hagfræðikenningar endilega láttu flakka.
Ég hef nú haft lítinn áhuga á hagfræði hingað til en ég verð að segja að ég hafði mjög gaman af því að horfa á þessar umræður engu að síður.
Merkilegt nokk :blush:
Milton var náttúrulega bara klár og skemmtilegur. Ekki að ástæðulausu að fólk borgaði 1200 kr árið 1984 til að hlusta á hann. Óli grís var nú frekar leiðinlegur og merkilegt að hann skyldi vera að setja út á þetta með að það þyrfti að greiða fyrir aðgang að fyrirlestrinum. Var Óli á ekki á fremsta bekk á fyrirlestri Mikhail Gorbachev.
Ég horfði á þetta en ég man ekki orð af því sem sagt var. Það eina sem ég man eftir er hárið á Boga Ágústssyni! 😯
Það þykir nú ekkert tiltökumál að borga fast að 7000 krónur á fyrirlestur í dag. Sem er sirka þessi 1200 kall 1984. Svipað og á Sálina og simfó. Hver vill ekki hagfræðing frekar en Stebba Hilmars?
Svo ég tali nú ekki um uppselda stúkumiða á Cliff Richards á 12 þúsund.
Það er hægt að horfa á þáttinn á Netinu.
Mér fannst nú það sem ég sá af þessu sýna íslensku gæjana frekar slappa. Eruð þið sammála?
Já, íslensku gaurarnir voru ekkert spes. En það sem mér fannst aðallega standa uppúr var hvað Friedman snéri útúr spurningum þeirra, svo sem varðandi spurningar Stefáns um Norrænu velferðarríkin versus Bandaríkin.
Svo er líka fyndið að sjá gamlar umræður um hagfræði, til dæmis að menn voru að dásama japanska hagkerfið og slíkt.