6 ára


Ég ásamt bekkjarfélögum á 25 ára afmæli Flataskóla þegar ég var 6 ára. Smellið á mynd til að sjá stærri útgáfu.

3 thoughts on “6 ára”

  1. Það eina sem ég man eftir skúrunum fyrir aftan ykkur er blöðrublak í líffræðitímum, tvímælalaust hápunkturinn í Flataskóla.

    Var þetta 1983? Þá hef ég verið tíu ára gutti í Flataskóla en í þá daga fóru krakkar úr Hofstaðaskóla yfir í Flataskóla í 4. og 5. bekk og svo í Garðaskóla í 6. bekk.

    Ég man ekki eftir 25 ára afmæli skólans :laugh:

  2. Er þetta ekki Gunnar Narfi þarna við hliðina á þér. En taktu nú eftir “útganginum” á blessuðum börnunum og það í Garðabæ. Sjálfstæðisflokkurinn hefur greinilega unnið vinnuna sína þarna. Segðu svo að við höfum það ekki betra í dag en fyrir 25 árum. Maður spyr sig. Já maður spyr sig

  3. Aaaaaaah, blöðrublak í Líffræði. Það var algjört æði.

    Ég mundi heldur ekkert eftir þessu afmæli, Gunni vinur minn (sem átti myndina) sagði bara að forsetinn hefði verið í heimsókn og því værum við með fánann. Svo sá ég bara að á blöðrunni stóð “Flataskóli 25 ára”. Þetta hefur væntanlega verið 1983.

    Og jú, Einar, þetta er Gunni. Friðrik og Örvar eru líka þarna. Sjá [hérna](http://www.flickr.com/photos/einarorn/326503247/) hverjir þetta eru

Comments are closed.