Jæja, ég kláraði salsa námskeiðið á föstudagskvöld. Er búinn að vera á því í sex vikur og þetta er búið að vera verulega skemmtilegt. Stelpan sem ég dansa með hafði aldrei prófað salsa, en ég hafði lært það mjööög óformlega í Venezuela. Samt var ég aldrei góður í salsa, þar sem í Venezuela dönsuðum við aðallega merengue. En þetta gekk bara nokkuð vel hjá okkur og í síðustu tveimur tímunum var þetta farið að smella verulega vel saman.
Í gærkvöld fórum við svo saman á salsa kvöld á Kaffi Kúltúra. Þar var Carlos, salsa kennarinn okkar, DJ og spilaði hann blöndu af salsa, merengue og einhverri annarri tónlist frá Suður-Ameríku. Þetta var verulega skemmtilegt, fyrir utan kannski þá staðreynd að aldurstakmarkið á staðnum er sennilega 15 ár og því var dansgólfið samblanda af fólki sem var að dansa salsa og fullum unglingum.
En það er allt öðruvísi að dansa salsa á skemmtistað en í danstíma. Maður gleymir því að hafa áhyggjur af sporunum og nýtur þess bara að dansa. Í gærkvöldi fékk ég smá nostalgíukast þar sem þarna var fullt af fólki frá Suður-Ameríku og tónlistin og dansinn minntu mig aðeins á Suður-Ameríku. Það vantaði bara að ég gæti gengið út í 30 stiga hita og fengið mér tacos al pastor eða Caracas hamborgar og þá hefði þetta verið næstum því alveg eins. 🙂
Ohh… flashback… lationmenning framkallar gæsahúð…
Annars er Cultura fínn staður að mínu mati. Oftast frábær DJ en ég hef líka tekið eftir þessu með unglingana, þeir virðast eiga athvarf þarna :confused:
Já, þessi staður virkaði bara ágætlega á mig. Fyrir utan þá 17 ára strákana þarna inni. 🙂
Ja, salsa er otrulegur dans! Buin ad vera a salsa-aedinu i 1 1/2 ar nuna, og aetla aldrei ad haetta med thad… 😉 Salsa er mikid i tisku her i Lux nuna, og 2. Luxembourg Salsa Festival ad koma upp… http://www.salsalux.com/ 🙂