Á Deiglunni er [góð grein um þessa fáránlegu klám hysteríu](http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10950) sem að siðprúðu fólki hefur tekist að peppa landsmenn og þá sérstaklega yfirvöld uppí síðustu daga.
Svo ég vitni aðeins í greinina:
>Hver eru grundvallargildi íslensks samfélags? Hvers vegna vill fólk búa hér? Ég held að fáir mundu svara þeirri spurningu með orðunum “út af því að klám er bannað” eða “út af því að Íslendingar eru svona rosalega þéttir siðferðislega séð”. Sjálfum þykir mér vænst um frelsið, aðrir mundi eflaust nefna jöfnuð eða velferðarkerfið, en ég held að enginn mundi í alvörunni vilja monta sig af því helsti kosturinn við landið þeirra væri að “þar væru stjórnmálamenn voða duglegir að gera fólki sem hafði öðruvísi skoðanir en meirihlutinn lífið leitt”.
>Auðvitað eiga menn rétt á því að vera á móti klámi eins og hverju öðru. En menn ættu ekki að krefjast þess ofbeldi ríkisvaldsins verði beitt í þeirri baráttu með því að fangelsa eða gera brottræka úr landi þá sem eru á öndverðum meiði. Og auðvitað ætti hið opinbera ekki að verða við slíkum beiðnum. Stjórnmálamenn í rótgrónu lýðræðisríki verða að þola það að einn og einn kunni að gista í hótelum landsins á nokkurra ára fresti.
Nákvæmlega!
Geta stjórnmálamenn nokkuð gert þar sem að Njarðvíkurskóli er enn í notkun?
Það er lágmarks kurteisi þeirra sem styðja frelsi til allra hluta, líka ofbeldis og niðurlægingar sem grundvallast á kynferði , að leyfa fólki að mótmæla, það er hluti af frelsinu, rödd fólks má heyrast og þeir hlutir sem mega betur fara í samfélagi manna á að vera hægt að gagnrýna og berjast á móti.
Hver velur sína baráttu. Folki er frjálst að mótmæla glæpastarfsemi og mannréttindabrotum. Yfirvöldum er frjálst að rannsaka glæpastarfsemi. Fólki er frjálst að framfylgja lögum. Fólki er frjálst að hafna viðbjóði – á meðan öðrum finnst frelsið falið í að horfa á þennan vibba, verja þau mannréttindabrot sem eru framin til að búa hann til og greiða aðgang þeirra sem standa fyrir þessu. Vissulega gjörólíkt gildismat og hver velur sér lið eftir eigin sannfæringu.
>Það er lágmarks kurteisi þeirra sem styðja frelsi til allra hluta, líka ofbeldis og niðurlægingar sem grundvallast á kynferði , að leyfa fólki að mótmæla, það er hluti af frelsinu, rödd fólks má heyrast og þeir hlutir sem mega betur fara í samfélagi manna á að vera hægt að gagnrýna og berjast á móti.
Ég er sammála þessu. En það að siga lögreglunni á fólk og dylgja um að það sé að selja fólk og níðast á börnum – það er allt annað mál.
Hvað hefur þú fyrir þér að þetta fólk sé að fremja “mannréttindabrot”. Bara sú staðreynd að í einhverjum tilfellum sé brotið á rétti fólks þá er það fullkomlega fáránlegt að stimpla alla stéttina sem slíka.
En ef fólk vill verja frelsið líkt og þú talar um, þá verður líka að verja frelsi fólks til að tjá sig með erótík eða klámi.
Steinunn: Ætli þið, þessi stóri og mikli hópur, að mæta fyrir utan Hótel Sögu þegar þessi klámráðstefna kemur á svæðið til að mótmæla og sýna samstöðu ykkar og mátt?
Persónulega held ég að þarna verði í mesta lagi 100 feministar en þeim mun fleirri og svaðalegri umræður á Barnaland.is, Feministinn Póstlistanum og Moggablogginu því þetta hljómar eins og geðshræring og móðursýki sem enginn er tilbúinn að standa á bakvið á endanum.
Fresli til að mótmæla eru öllum frjálst, og ekkert að því, en er þetta í raun ekki bara eitt skrefið í viðbót á leið inn í hugarheim Huxley?
Ég skoðaði eitthvað af tenglunum á klámsíðunni sem íslendingurinn sem vitnað var í fréttablaðinu rekur. það er er ömurlegt að skoða þetta. er virkilega þannig að flestir ungir karlmenn kjósa ekki að sjá þá niðurlægingu á fólki sem er fyrir framan augun á þeim? Ég sá t.d. myndaseríu af dauðadrukkinni stúlku sem var misnotuð í ölvunarvímu og textinn er mjög til að styðja við að svona nauðganir séu skemmtilegar og allt í lagi. Dæmi um textann: “the more wine she drinks the wider her legs spread….a few shot later this babe was ready to fuck the whole army”. Öll myndaserían var eins og bandingjamyndir, litið niður á dauðadrukkna og umkomulausa stúlku og sérstök ánægja virðist fólgin í að sprauta framan í hana og horfa niður á hana. Ef þetta er ekki kvenhatur og kvenfyrirlitning þá veit é ekki hvað það er.
Eg sjalf verd thvi midur (!!??) fjarri godu gamni thegar thetta klamidnadarfolk ridur um island a islensku hestunum… en trui thvi og treysti ad thad verdi einvher motmæli tharna heima…
En i nutima thjodfelagi thar sem svo margt fer fram i gegnum tølvuna eru øll thessi blogg og skrif a vefmidlunum lika mjøg havær motmæli… med thessu øllu er verid ad fa folk til ad ræda malin… og fa thad kannski til ad mynda ser skodun um malid, sem er ekki bara byggd a thvi ad segja og gera alveg eins og jon i næsta husi…
Vid erum ordin svo samdauna imyndunum i samfélaginu ad vid tøkum ekki eftir thvi thegar thessi øfl eru ad verki (auglysingar eru farnar ad hafa ahrif a mann an thess ad madur gerir ser grein fyrir thvi). Thad vantar vitundarvakningu. Vid thurfum øll ad fara ad hætta ad gleypa bara vid øllu og stoppa og segja “af hverju?”. Hvad vard um alla rassalfana? 🙂
Borgarstjorinn vill bara fullvissa sig um ad væntanlegir gestir seu ekki ad koma i theim tilgangi ad fremja glæp a islandi (thar er bannad ad taka upp klam)… en i einhverju vidtali var yjad ad thvi ad thad væri markmid a radstefnunni…
Vil taka thad fram ad eg nenni yfirleitt ekki ad røkræda eda vera med skodanaskipti vid folk sem eg tel ad hafi ekkert vit a thvi sem thad er ad segja… svo thessi komment min eru ekki sett inn til ad vera med stæla… eg er einfaldlega ekki sammala (og hef frelsi til thess :))… thekki eiganda sidunnar ekki neitt en hef fylgst med sidan eg reyndi einvherntima ad kaupa eitthvad a uppbodi her 🙂
Einhvern veginn missti ég áhugann á skoðanaskiptum við þig eftir þetta komment. Hef hvort eð er ekkert vit á þessu samkvæmt stóra dómi.
Og Salvör, ég hef ekki skoðað þessar síður – en mér finnst það bara ekki skipta stóru máli í þessu samhengi hvernig nákvæmlega klámið er útfært. Það er ofboðslega auðvelt að vera fylgjandi tjáningafrelsi nema þegar það er manni ekki að skapi. Og ég er alls ekki á móti því að þessu sé mótmælt, en ég er á móti því að saman sé skeytt barnaklámi og venjulegu klámi og gefið í skyn að öll klámframleiðsla hljóti að fela í för með sér mansal, barnaníðingar og slíkt. Það er í lagi að mótmæla klámi sem fólki finnst fela í sér kvenfyrirlitninu, en það er ekki í lagi að gefa í skyn að slíkt sé feli í sér mansal eða eitthvað annað – líkt og borgarstjóri er að gera.
Ég er enginn sérstakur fylgismaður kláms, sumt er fínt – annað ekki. Það er fáránlegt að taka alltaf verstu hugsanlegu dæmin og gagnrýna allt út frá því. Alveg einsog það að skeyta saman klámi með fullorðnu fólki sem fær fín laun borgað fyrir og barnaklámi finnst mér afskaplega ósmekklegt.
Þetta mál er komið út í tómt rugl en samt finnst mér ótrúlega gaman að fylgjast með því. Mikið rætt og mikið skrifað um (hugsanlega?) komu hóps úr klámiðnaðinum til Íslands. Það sem veitir mér mesta ánægju við að fylgjast með þessu öllu saman er að lesa bloggfærslur og komment í anda seinna komments Steinunnar við þessa færslu.
“Vil taka thad fram ad eg nenni yfirleitt ekki ad røkræda eda vera med skodanaskipti vid folk sem eg tel ad hafi ekkert vit a thvi sem thad er ad segja… svo thessi komment min eru ekki sett inn til ad vera med stæla”
Steinunn mín, þessi setning setur nýja standarda fyrir hroka, og hvetur fólk til að vera ekki með skoðanaskipti við þig. Ég get bara ekki orða bundist.
Ég skil alveg að fólki gremjist það að verið sé að tengja þetta fólk barnaklámi og mansali sem mjög líklega hefur ekkert með það að gera persónulega. Sem slíkt er það mjög ósanngjarnt. Það sem feministar eru að benda á (að ég held) er að meirihluti kláms, meðal annars stór hluti þess sem fólkið sem er á leiðinni til Íslands framleiðir og auglýsir, er í eðli sínu þannig að það tekur þátt í að normalísera hlutgervingu kvenna og þá mítu að við séum hér til frjálsra afnota fyrir karlmenn. Í kláminu sem þessir væntanlegu gestir okkar auglýsa eru meðal annars konur sem eru neyddar til að totta menn (en hafa skv. þeim auðvitað gaman af því innst inni) og konur klæddar eins og börn eru neyddar til að sofa hjá skólastjóranum til að komast hjá refsingu osfrv. Ég er viss um að allt það fólk sem kemur nálægt þessu er yfir lögaldri í þessu tilfelli, en það breytir því ekki að hugsunin á bakvið þetta er eitthvað brengluð… Málið er að þetta er alltsaman hluti af stærri mynd, og það er ekki hægt að lækna sjúkdóminn með því að lækna bara örfá einkenni hans, það þarf að ráðast á rótina. Ég er ekki að segja að ég sé endilega fylgjandi því að þeim sé bannað að koma hingað til lands, alls ekki, en ég er mjög ánægð með umræðuna sem þetta kom af stað.
Já, en málið er líka Unnur að það er ekkert að því að fólk hafi brenglaðan smekk á klámefni.
Ég hef ekkert á móti því að fólk mótmæli því þeim smekk, en þegar fólk er farið að biðja um að siga lögreglunni á fólk eða banna því að koma til landsins – eða það vill banna að svona efni sé búið til (með löglegum leikendum) – þá finnst mér ég þurfa að verja það í nafni tjáningarfrelsisins.
Fólk má mótmæla alveg einsog það vill, en ég er á móti boðum og bönnum í þessu einsog flestu. Enda er ég oft á skjön við minn eigin flokk.
Unnur, hvað er nákæmlega sjúkdómurinn? Er það að fólk í hlutgerðarleik og búningum sé að hafa kynlíf, er það að það sé tekið upp eða er vandamálið á einhverju allt öðru stigi og miklu dýpra.
Steinunn: Það er að minnsta kosti ágætt að vita að það sé óþarfi að ræða þetta, öldungaráðið er búið að tala, Huxley sjálfur yrði jafnvel enn stoltari af þér í þetta skiptið en hið fyrra.
:confused:
Sjúkdómurinn er alls ekki það að fólk lifi fjörugu og hugmyndaríku kynlífi, ekki misskilja mig þannig. Lifi kynlífið! Það sem ég er að tala um er að mikið af því klámi sem er gert í dag er gert þannig að það er niðurlægjandi fyrir konur og viðheldur misréttinu sem er ennþá til staðar í samfélaginu. Kynlíf og erótík annars vegar, og klám hinsvegar, er langt því frá það sama. Það er til fullt af flottu erótísku efni þar sem ekki er verið að niðurlægja einn eða neinn. Mér finnst bara alvarlegt að það skuli kannanir sýna það (sem ég veit því miður ekki nákvæmlega aðferðafræðina á bakvið, en hræða mig engu að síður) að þeir sem á annað borð fantasera um það að td nauðga séu líklegri til að framkvæma það ef það er búið að normalísera það í klámi en þær væru ef þess konar klám væri ekki til staðar og þætti ekki eðlilegt. (Til öryggis þá er ég ekki að segja að allir sem horfi á klám breytist í nauðgara, heldur að sumir þeir sem hafi það í sér fyrir séu líklegri til að framkvæma það því þeir halda að samfélagið fordæmi það ekki).
Ég er ekki búin að kynna mér þetta klám-mál nógu vel til að geta almennilega gert upp hug minn gagnvart því, það eina sem ég er að segja er að það er sjálfsagt að horfa á það gagnrýnum augum eins og allt annað og vega og meta kosti þess og galla. Mér finnst skrýtið hvað umræðan (ekki svo mikið á þessu bloggi en mjög mikið á bloggsíðum ýmissa feminista) hefur einkennst af heift og ómálefnalegheitum. Mér finnst klám bara ekki yfir gagnrýni hafið frekar en annað, og um að gera að spjalla aðeins um það án þess að allir fari í bullandi vörn um leið (aftur, ekki að tala um ykkur hér, en jesús pétur hvað fólk er orðið reitt um allt netið…).
As you were.