Af vef [Samfylkingarinnar á Akureyri](http://web.hexia.net/roller/page/akureyri/Weblog/samstiga_um_stodnun_og_einangrun) þar sem fjallað er um þá mögnuðu stórfrétt að VG og xD hafi komist að sameiginlegri niðurstöðu um að vera á móti ESB aðild Íslands:
>Nú virðast þessir flokkar á ysta kanti íslenskra stjórnmála vera að ná saman um einangrun landsins til framtíðar. Það er alvarlegt umhugsunarefni. Tæplega þrjátíu þjóðir í Evrópu hafa nú sameinast í ESB og fleiri vilja komast inn. Það er aðeins tímaspursmál hvenær Noregur sækir um inngöngu þó svo staða þeirra sem vellauðugrar þjóðar sé allt önnur en okkar.
>Það er því þessi staðreynd sem blasir við. VG og Sjálfstæðisflokkurinn hafa náð saman um einangrun landsins til framtíðar þó svo ég trúi því að það sé á ólíkum forsendum. Sjálfstæðismenn af því pólitískt ofurvald flokksins á þjóðfélagið mundi rýrna en VG bara af því eru þröngsýnn og óraunsær sócalistaflokkur með torfkofavinkil á Íslenskt samfélag.
Þetta minnir mig á spurningu, sem ég hef ennþá ekki fengið svar við: “Af hverju eru Vinstri Grænir á móti inngöngu í ESB?”
Ég skil af hverju xD eru á móti (þeim finnst (oft af furðulegum ástæðum) þetta vera sósíalistabákn) en ekki af hverju Vinstri Grænir eru á móti. Getur einhver skýrt þetta út fyrir mér?
Auður Lilja formaður UVG var með pælingar um þetta fyrir ekki svo löngu:
http://www.kommunan.is/audur/safn/2006/11/spurningar_og_s.html
Þannig að Auður virðist aðallega vera á móti megininntaki ESB. Það er að land framselji ákveðið ákvörðunarvald til alþjóðlegra stofnanna? Er það rétt skilið hjá mér?
Er það almenn skoðun innan VG, eða er þetta bara skoðun hennar?