Grand Canyon, Guacamole og George Foreman

Í útvarpinu hljómar nú auglýsing frá Fljótt & Gott hjá BSÍ, sem eru nágrannar okkar á Serrano Hringbrauti. Auglýsingin inniheldur meðal annars þessa línu:

“Ekkert guacamole kjaftæði”

Ég segi bara “I’m flattered!”

*(Uppfært: Samkvæmt Svansson er þetta lína úr Mýrinni)*

* * *

Í kvöld eldaði ég SILUNG! Mamma myndi tárast af gleði.

* * *

Í tengdum fréttum: Í síðustu viku keypti ég mér George Foreman grill. Dan vinur minn átti engin lýsingarorð til að lýsa snilli þess tækis. Hann átti aðeins tvö eldhústæki, ískáp fullan af Bud Light og frosnum kjúklingabringum og svo George Foreman grill til að hita frosnar kjúklingabringur.

* * *

Fyrir þrem árum var [ég í Grand Canyon í Arizona](http://flickr.com/photos/einarorn/227609762/in/set-72157594249029507/), sem er meðal allra merkustu staða, sem ég hef komið á á ævinni. Þrem árum áður var ég ásamt fyrrverandi kærustu í Toronto þar sem við fórum upp í CN turninn, sem er hæsta frístandandi bygging í heimi. Í þeirri byggingu er [glergólf](http://en.wikipedia.org/wiki/Image:VIEW_FROM_CN_TOWER..JPG), sem ég hef afrekað að standa á. Það er ein svakalegast lífsreynsla ævi minnar því að 2 sekúndur á því gólfi ullu einhverri svakalegustu lofthræðslu, sem ég hef upplifað á ævinni. CN turninn er 553 metrar hár, en glergólfið er í 342 metra hæð.

Núna er búið að byggja göngubrú útá Grand Canyon (sjá [grein](http://www.constructionequipmentguide.com/story.asp?story=7998&headline=Grand%20Canyon%20Skywalk%20To%20Pooy%20Highest%20Structure)). Sú glerbygging er í **1219 metra hæð**. Semsagt 4 sinnum hærra en CN turninn (sjá samanburð við margar háar byggingar [hér](http://newsimg.bbc.co.uk/media/images/42708000/gif/_42708593_grand_canyon_4_416.gif)).

Fólk sem hættir sér útá þessa göngubrú er [hetjur](http://flickr.com/photos/babybluebbw/428815062/).

6 thoughts on “Grand Canyon, Guacamole og George Foreman”

  1. Shiiiit hvað þetta er nett!

    Daginn sem ég labba út á þessa brú verður dagurinn sem hún brotnar, það væri alveg týpískt.

  2. Ég hugsa að salan á sviðakjömmum hafi eitthvað minnkað við þetta hjá þeim. Hvaðan sem þessi lína er ættuð.

    Eru menn ekkert að grínast með þessa brú!

  3. Það tók mig góðan tíma að hafa mig út á glergólfið í CN Tower og af fáum myndum er ég stoltari en þessari. Að hafa þorað þetta…

    Og ég er lofthræddur í stiga.

    Og ég SKAL út á þessa brú! (ef hún brotnar þá, hey, fær maður að prófa free fall og svo engar áhyggjur af því að slasast illa, bara búið einn tveir og *slam*

  4. >Ég hugsa að salan á sviðakjömmum hafi eitthvað minnkað við þetta hjá þeim. Hvaðan sem þessi lína er ættuð.

    Jamm, ég er allavegana á því að það virkar ekkert sérlega vel að keyra auglýsingar, sem fókusa á aðra staði í stað kosti eigin staðar. 🙂

    Og ég þarf að grafa upp myndina af mér í CN turninum (fyrir tíma digital véla í mínu lífi). Þegar ég var þarna, þá voru nokkrir gaurar sem voru að hoppa á glergólfinu. Ég er alveg viss um að ég myndi lenda í því í Grand Canyon að einhverjir færu að hoppa og vera með læti.

    Get ekki borðað svið, þannig að ég er ekki að fara að leggja í þessa blöndu, sem þú talar um, Nanna. 🙂

Comments are closed.