Íslandshreyfingin?

<Moggablogg>Heldur þetta fólk í Íslandshreyfingunni *virkilega* að einhverjir Sjálfstæðismenn muni kjósa þau?

Samfylkingarmaður sem féll í prófkjöri, kona sem féll í varaformannskjöri hjá Frjálslyndum og Ómar Ragnarsson! Á þetta fólk að vinna til sín fylgi frá Sjálfstæðismönnum?! Og svo er stefnuskráin nánast einsog þau hafi ljósritað stefnuskrá Samfylkingarinnar. Allavegana sé ég ekki muninn.

Geir HH og vinir eru eflaust að tapa sér af gleði yfir þessu framboði, sem mun ekkert gera nema taka fylgi af vinstriflokkunum og auka líkurnar á að þessi ríkisstjórn haldi velli<⁄Moggablogg>

Biðst velvirðingar á leiðinlegustu færslu allra tíma. Vont veður og [þreyta](http://www.flickr.com/photos/einarorn/430462088/) hefur sennilega haft áhrif á mig. Núna eftir 1 bolla af Pickwick grænu tei með ginseng, þá er ég allur miklu betri. Sem er ágætt því ég á víst að vera mættur á Vegamót eftir klukkutíma.

7 thoughts on “Íslandshreyfingin?”

  1. Sælir, það er vill í RSS veitunni hjá þér. pubDate tagið hjá þér inniheldur:

    Thu, 22 Mar 2007 16:04:54 -0100

    Þannig að þú ert aftur farinn að blogga úr framtíðinni, fæ tíman: 17:04 í RSS lesaranum mínum.

  2. Spurning: Af hverju er verið tryggja með lögum að kvennaíþróttir verði í fjölmiðlum? Kannski er þetta kjánaleg spurning en ég bara spyr ?

Comments are closed.