Helgin

Helgin er búin að vera fín…

Fór á Peter, Björn og John tónleikana á föstudagskvöld með Jensa. Þeir voru verulega góðir. Sprengjuhöllin hitaði upp og þar sá ég þá spila Samfylkingarlagið í fyrra skipti af tveimur þessa helgi. Svo kom Pétur Ben, sem minnti mann ansi mikið á Damien Rice á tónleikum.

PB & J voru verulega skemmtilegir. Björn, bassaleikari leit út einsog hann hefði reykt hálft kíló af hassi, í einhvers konar fáránlegri sæluvímu – á meðan að gítarleikarinn virtist vera á spítti allan tímann. Mjög fróðleg blanda.

Þeir tóku að mestu lög af Writer’s Block, sem er fínt, enda er sú plata afbragð. Ég var í afskaplega góðu skapi – og bjórarnir urðu einhvern veginn til þess að mér fannst allt svo yndislegt – stelpurnar svo fallegar, fólkið svo skemmtilegt og tónlistin svo mikið æði. En allavegana var ég voðalega sáttur.

Landsfundurinn var svo góður. Það er víst nóg af fólki á Moggablogginu, sem lýsir yfir ánægju með fundinn, eða talar um það að Samfylkingin sé flokkur djöfulsins, þannig að ég nenni varla að bæta í þann pott.

En tilfinningin við að vera þarna var góð. Ef ég hefði ekki verið viss, þá hefði ég sannfærst á þessum fundi að ég væri á réttum stað í pólitíkinni. Ræðurnar voru margar hverjar mjög skemmtilegar, sérstaklega hjá gestunum um jafnréttismál – og svo hjá framtíðarþingmönnum um hin ýmsu mál – sérstaklega hjá Árna Páli, sem ég held að sé mögulegur framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar.

Deginum í dag hef ég eytt í vinnu að mestu leyti. Sit núna og horfi á Cubs í tölvunni, sem er tengd við sjónvarpið mitt…. og þeir tapa. Þvílík hörmungar íþróttahelgi. Guði sé lof fyrir [ljósið í myrkrinu](http://www.nba.com/bulls/).

12 thoughts on “Helgin”

  1. Smá forvitni Einar.

    Af hverju Cubs en ekki White Sox? Er það af því þú fílar betur NL en AL eða er einhver dýpri ástæða þar á bak við?

  2. Northwestern, skólinn minn, er í norðurhluta Chicago einsog Cubs. Þannig að þetta var aldrei spurning.

    Já, og Sammy Sosa og Kerry Wood skemmdu ekki fyrir. 🙂

  3. Ókei 🙂

    Hvernig er það annars með Cubs, erum við að sjá sama strögglið áfram þar á bæ? Hef ekkert séð þá í vor, þeir eru með mjög vafasamt ‘rotation’ og þegar Carlos Zambrano er ekki að byrja vel, þá lofar tímabilið ekki góðu, ekki ætlar Ted Lilly að vinna 20 leiki? Og hvað eru þeir ennþá að dúkka upp á Kerry Wood, hann er alltaf meiddur. Prior er sömuleiðis búinn. Chicago Cubs þarf að breyta um áherslur. Soldið skrýtið að henda öllum þessum peningum í Soriano, Ramirez, Lilly og Lee en síðan ekki að framlengja við Zambrano. Maður fær það á tilfinninguna að þeir viti ekkert hvað þeir séu að gera.

    Og ertu búinn að sjá Felix Hernandes hjá Seattle? What a stud! Tvítugur gutti sem var með one-hitter á Fenway og þar áður 12 K’s á móti Oakland. 17 innings, 4 hits, 18 K’s og 0 í ERA. Early season og allt það, en þessi strákur á eftir að vera rosalegur.

  4. Það var samið við Zambrano – þeir voru á leiðinni inní arbitration salinn, þegar þeir sömdu. Hann verður klárlega áfram hjá Cubs.

    Mér sýnist líka Lilly byrja nokkuð vel og Lee og Ramirez eru auðvitað snillingar og ég hef trú á Soriano.

    >Og ertu búinn að sjá Felix Hernandes hjá Seattle? What a stud! Tvítugur gutti sem var með one-hitter á Fenway og þar áður 12 K’s á móti Oakland. 17 innings, 4 hits, 18 K’s og 0 í ERA. Early season og allt það, en þessi strákur á eftir að vera rosalegur.

    Hljómar einsog Kerry Wood. 🙂

    Wood er á samningi með mun lærri laun á þessu tímabili. Þú verður að athuga að Kerry Wood án meiðsla gæti hugsanlega verið einn af bestu pitcher-um allra tíma. Það er einfaldlega ekki hægt að gefast upp á honum fyrr en allt er reynt. En ef hann verður ekki með á þessu tímabili er Cubs ferillinn búinn.

  5. Ég var að tala um langtímasamning í tilviki Zambrano. Það að þeir hafi beðið með að semja við hann þangað til eftir tímabilið þegar hann er orðinn ‘free agent’ finnst mér ekki sniðugt. Verðmiðinn á eftir að hækka upp úr öllu valdi þegar Yankees, Red Sox, Mets og allir hinir bjóða í hann.

    Felix Hernandez hljómar kannski einsog Kerry Wood, en leyfum honum að njóta vafans þangað til annað kemur í ljós.

    Kerry Wood er bara meiddur náungi, einsog Mark Prior og svoleiðis menn treystir maður ekki á, sama hversu góðir þeir eru. Harry Kewell og Jamie Redknapp í fótboltanum eru svipuð dæmi. Sjáðu Rich Harden hjá A’s, hann er á góðri leið með að fara sama veginn, rosalega góður ‘pitcher’, en það er lítið hægt að treysta á hann, bjóddu mér frekar Barry Zito sem er algjör vél.

  6. Yfir í körfuboltann.. Bulls tryggja sér annað sætið í Austri á miðvikudag sem gefur þeim heimavöllinn í úrslitunum. Slá út þá væntanlega Nets og fara svo alla leið…!

    Deng og Gordon langflottastir ásamt Hinrich og Nocioni. Frábær samblanda af ólíkum hæfileikum og Bulls sýna að þeir geti orðið meistarar án Joðsins..!!

  7. >Felix Hernandez hljómar kannski einsog Kerry Wood, en leyfum honum að njóta vafans þangað til annað kemur í ljós.

    Þetta var hrós. Ungur Kerry Wood á meðal annars heiðurinn af [besta leik allra tíma](http://mlb.mlb.com/mlb/baseballs_best/mlb_bb_gamepage.jsp?story_page=bb_98reg_050698_houchc). Annars er ég sammála að menn hafa ekki endalausa þolinmæði, en þeir henda heldur ekki góðum leikmönnum strax. Ég skil vel að menn vilji gefa Prior og Wood einn sjens í viðbót.

  8. Ókei, smá misskilningur 🙂

    Kerry Wood hefur hæfileikana, engin spurning. Maður bara vill fá Cubs inn í baráttuna þó maður sé ekki aðdáandi þeirra, það er einsog þeir hafi bara drepist eftir 2003. Hlýtur að vera sárt fyrir þá að horfa upp á bæði sokkaliðin vinna eftir öll þessi ár og bíða svo sjálfir eftir titli sem ekkert bólar á. Það er vonandi að nýr eigandi, hver sem hann svo verður muni hressa aðeins upp á þetta.

  9. Jamm, þetta var helvítis klúður – að tapa fyrir New Jersey í síðasta leiknum.

    Annars getur þetta Bulls lið alveg klárað Miami.

    Veist þú hvar maður getur séð þann leik?

Comments are closed.