KR-Karfan

Ég tek tilbaka allt slæmt, sem ég hef sagt um íslenskan körfubolta. Það er kannski ekki mjög skemmtilegt að horfa á lið af Suðurnersjunum spila – en þegar lið, sem ég hef taugar til, er að spila – þá verður þetta frábær skemmtun.

Ég er ekki frá því að ég hafi haft meiri áhuga á þessu úrslitaeinvígi í körfuboltanum heldur en ég hef haft á handboltaleikjum á Íslandi í mörg ár. Það að úrslitakeppnin í handboltanum hafi verið lögð niður er náttúrulega eitt magnaðasta klúður seinni ára.

En allavegana, þetta var frábært hjá Vesturbæjarstórveldinu. 🙂

2 thoughts on “KR-Karfan”

  1. Veistu, ég ætla að óska KR-ingnum Einari til hamingju með þetta. Það er nefnilega, að mínu mati, bara góðar fréttir að lið utan Suðurnesjanna skuli hafa unnið titilinn í körfubolta. Rétt eins og það var á sínum tíma gott fyrir handboltann að einhver annar en FH, Valur eða Víkingur skyldi vinna titilinn (þau þrjú höfðu deilt þessu með sér í nærri því þrjá áratugi án afláts) þá hlýtur þetta að boða gott fyrir körfuna.

    Enda eru Keflavík og Njarðvík svipað góðir með sig í körfunni og KR eru í fótboltanum. :tongue: En í alvöru, til hamingju!

  2. Já í fyrsta skipti á ævinni er ég ánægð fyrir hönd KR-inga! Til hamingju með þetta! 😉

Comments are closed.