Bulls og frétt ársins

Veit einhver hvar ég get séð leiki Chicago og Miami í úrslitum NBA? Samkvæmt Sýn þá byrjar úrslitakeppnin í dag þrátt fyrir að ég geti svarið fyrir það að Chicago Bulls unnu Miami í úrslitakeppninni [í gær](http://sports.espn.go.com/nba/dailydime?page=dailydime-070422). Af hverju í ósköpunum var sá leikur ekki sýndur á Sýn? Efast einhver um að Chicago Bulls eru vinsælasta NBA liðið á Íslandi?

* * *

Tilbúin frétt ársins var í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld: Íbúar vilja ekki flugvöll í sitt hverfi!!!

Þar var tekið viðtal við íbúa í Grafahrolti og þeir spurðir hvort þeir vildu fá flugvöll í nágrennið. Ótrúlegt en satt, þá voru margir á móti því! Ja hérna!

* * *

Svo fær fréttastofa Stöðvar 2 hrós dagsins fyrir að tefla fram fréttamanni, sem kann að bera fram frönsk mannanöfn.

10 thoughts on “Bulls og frétt ársins”

  1. Já, skelfilegt hvað Sýn virðist sinna okkur Bulls aðdáendum illa. Sýna bara leiki með drasl Lakers og Phoenix. Svekk

    http://bt.davka.info/

    Síðan ef þú ert í því að horfa á þetta í beinni, þá held ég að þetta sé allt hægt að finna á SopCast eða PPMate. En já.. go bulls!

  2. Ég hugsa að Chicago sé ekki vinsælasta liðið á Íslandi. Jordan og Pippen voru klárlega ástæða þess að Bulls voru vinsælasta liðið á landinu en eftir að þeir hættu og áhugi á NBA dvínaði að þá held ég að Lakers séu frekar vinsælasta liðið og kannski 76ers.

    Þeir sem fóru að fylgjast með NBA á þeim tíma áður en NBA myndir fóru að verða í tísku tóku þá frekar ástfóstur við liðin sem voru góð á þeim tíma eins og svo er maður eins og Kobe í Lakers og yngra fólkið fílar hann, það veit ekkert hver Ben Gordon er.

    Ég hef samt ekkert fyrir mér í þessu, þetta er eitthvað sem ég held 🙂

  3. Já, kenningin mín er bara að vinsældir NBA náðu algjöru hámarki þegar að Jordan var uppá sitt besta – og þær dvínuðu verulega eftir að hann hætti. Á meðan hann var og hét þá héldu nánast allir með Chicago Bulls.

    Mér fannst oft einsos ég væri einn á móti fjöldanum, en ég hélt þá með Boston Celtics. 4 ár í Chicago breyttu því. 🙂

    Er að tékka á þessu, Eiríkur – en ég nenni varla einhverju svona tölvudóti. Vil bara fá þetta í sjónvarpið mitt í betri gæðum. Myndi borga góðan pening ef það væri bara hægt að fá alla leikina og það í almennilegum fokking gæðum! Það er grátlegt að horfa á NBA í gegnum digital Ísland og sjá auglýsingar á vellinum fyrir NBA í HD.

  4. Held að margir áhugamenn hafi “hætt með Jordan”, eða farið að halda með öðrum.

    En svona með tilliti til íslensku þjóðarsálarinnar er áhugavert að velta fyrir sér fjölda stuðningsmanna Chicago Bulls og Chelsea t.d. árið 1997 annars vegar, og svo í dag hins vegar.

  5. Boston og Lakers hljóta að vera vinsælustu liðin á Íslandi. Chicago kemur svo þar á eftir.

    Sýnir NASN þetta ekki? Eða blokkar Sýn á þá? Alveg sorglegt annars hvað það er sýnt lítið af n-amerísku sporti hér á klakanum. Veit einhver hvernig er hægt að nálgast bandarískar stöðvar beint í gegnum gervihnött?

  6. Bledz. Og takk fyrir síðast. Gellan í Frakklandi var heldur betur með framburðinn á hreinu.

  7. Það eru víst bara svona illar eins og ég sem halda með liðum sem spila blússandi sóknarbolta… Phoenix Suns!

    Skil svo sem að Liverpool menn, eins vanir jaski jamli og puði haldi ekki með Suns…

  8. NBA deildin var ágætlega vinsæl eftir að Jordan, hætti (þó skiljanlega hafi áhugi á deildina minnkað eftir að Jordan hætti). Það sem drap þessa deild samt nánast var þegar leikmennirnir ákváðu að fara í verkfall. Þá voru vinsældir deildarinnar á “post-Jordan” tímabilinu frekar miklar.

  9. Ég skal kannski viðurkenna það að Lakers gætu mögulega verið vinsælli en Bulls. En Boston? Come on! Ég var eini maðurinn undir fimmtugt sem hélt með því liði – og ekki hafa þeir batnað eftir að ég skipti um lið.

    Þetta Phoenix komment er svo auðvitað ekki svaravert. 🙂

Comments are closed.