Stjórnmála-aðdáandinn ég er í góðu skapi í dag. Stóra málið í dag var auðvitað kappræðurnar á Stöð 2. Ég veit að allir segja að þeirra formenn hafi staðið sig best og því mun ég sennilega ekki sannfæra neinn um að ég sé hlutlaus dómari. Eeeeen, ég var allavegana stoltur af því að vera í Samfylkingunni eftir þennan þátt í kvöld. Ef ég hefði verið óákveðinn fyrir þennan þátt, þá hefði ég sannfærst um að Samfylkingin væri rétti kosturinn. Ég veit að ég mun seint sannfæra þá, sem hata Ingibjörgu Sólrúnu, um hennar ágæti, en það er akkúrat í svona umræðum þar sem hún er í essinu sínu. Ég vona innilega að hún verði næsti forstætisráðherra þessa lands.
Plús það að Samfylkingin fékk 30% í könnuninni fyrir þáttinn. Það er æði. Þetta er að koma og allt dómsdagstal í Sjálfstæðismönnum mun ekki breyta því. Annars var leiðari Moggans í morgun toppurinn á vitleysunni. Megininntak þess leiðara virtist vera viðvörun til fólks um að ef það kjósi vinstri flokkana, þá muni þeir actually reyna að mynda saman vinstri-stjórn, þar sem flokkarnir vilja actually reyna að ná fram sínum stefnumálum! No SHIT!
Í alvöru talað, eru engin takmörk fyrir vitleysunni? Ritstjórinn heldur áfram:
Efnahagsstefnan, sem Samfylkingin kynnti á fundi fyrir nokkrum vikum og var vel unnin og undirbúin er augljóslega samdráttarstefna og á að þjóna þeim tilgangi að bremsa af þann mikla hagvöxt, sem verið hefur í landinu og Samfylkingin telur að sé varasamur.
Á hvaða lyfjum eru menn? Samfylkingin hefur aldrei talað um að hagvöxtur per se sé varasamur. Það er fráleitt. Hins vegar eru fylgifiskar þessarar ofþenslu ansi varasamir, svo sem gríðarlega hátt vaxtastig og vöruskiptahalli. Samfylkingin telur að hátt hagvaxtarstig réttlæti ekki allt hitt sem miður hefur farið í efnahagskerfinu.
Staðreyndin er sú að það mun ekki allt fara á hliðina á Íslandi ef að vinstri stjórn tekur við völdunum eftir kosningar. Þessir flokkar eru ekki að boða byltingu, heldur boða þeir að áherslum verði breytt. Lagðar verða auknar áherslur á jöfnuð og velferðarmál, en minni áhersla á að keyra áfram hagvöxt með risaverksmiðjum.
Ég held nefnilega að kjósendur séu nógu skynsamir til að trúa ekki dómsdagsspám stjórnarflokkanna, sem eru hræddir um að missa loks tangarhald sitt á Íslandi.
Ekki segja þetta! Fer hrollur um mann.
Það er samt jákvæð þróun að hlutföllin á milli Samfó og VG sé að verða “eðlilegri”, ekki “öfug”.
Ég sagði þetta ekki, en mér fannst Ingibjörg bara fín í kvöld 🙂
Ég er sammála þér Einar, ISG var flott í þættinum og bar af. Ekki skemmdi heldur fyrir glæsilegar tölur úr nýjustu könnuninni! Þetta laugardagskvöld verður bara alltof spennandi 🙂