Á morgun spilar besta lið í heimi til úrslita í Meistaradeild Evrópu gegn liðinu sem gat ekki unnið þrátt fyrir að hafa fengið þriggja marka forskot fyrir tveim árum.
Það er auðvitað nauðsynlegt að minna alla, sérstaklega stuðningsmenn Manchester United, á leikinn!
Ég er farinn að fá verulega í magann af tilhlökkun. Stefnan er tekin á að vera mættur á Players klukkan 4 á morgun. Ef einhverjir eru sérstaklega hressir, þá mega þeir alveg taka frá 4 sæti fyrir mig.
Var ekki búið að stofna sérstakt blogg fyrir svonalagað?
21 stig segir það sem segja þarf um “besta lið í heimi”.
Jú, Jensi það er rétt. En það má nú samt minnast einstaka sinnum á Liverpool, sérstaklega við svona tilefni. 🙂
reyndar held ég að það verði fínt að horfa á þennan leik. Styð liverpool frekar en force milan.
Góða skemmtun 🙂