Á föstudaginn fór ég í fyrsta skipti í bæinn eftir að reykingabannið tók gildi. Ég ætla nú ekki að lesa of mikið í þetta, en þetta var föstudagskvöld viku eftir mánaðarmót og Ölstofan og Vegamót voru hálftóm. Klukkan 3 var ekkert mál að fá sæti á báðum þessum stöðum, en hellingur af fólki var í portinu á milli staðanna.
Ég drakk bjór í, sem veldur vanalega þynnku – og ég verð að segja að ég get ekki séð að þetta reykingabann hafi dregið úr þynnkunni að neinu leyti.
* * *
Í gærkvöldi ákvað ég hins vegar að láta ekki plata mig útúr húsi, horfði á fulltaf spænskum fótbolta og svaf svo í 14 klukkutíma. Himneskt segi ég, himneskt. Ég sá fyrir mér heilan dag af sjónvarpsglápi og svo fjölskyldumatarboð í kvöld, en því miður er það mikið af veikindum uppá Serrano að ég þarf að vinna þar til lokunnar.
* * *
Er samt búinn að eyða megninu af deginum í að horfa á bresku útgáfuna af The Office, sem ég hef ekki horft á í nokkur ár. Hjá mér eru núna tveir bandarískir strákar, sem koma í gegnum Couchsurfing og eru búnir að gista hérna um helgina.
Ég er farinn að fá það mikið af Couchsurfing fyrirspurnum að ég hef varla tíma í að svara öllum. Er strax búinn að lenda í því að fá óþolandi leiðinlegan gaur, en öll hin skiptin hafa verið gríðarlega jákvæð. Er að spá í að nýta mér þetta að verulegu leyti þegar ég fer vonandi á eitthvað ferðalag í haust.
Ég elska að lesa ferðalagabloggin þín. Ertu eitthvað búinn að ákveða hvert þú ætlar í haust (ef þú ferð eitthvert það er)?
Hvað er Couchsurfing?
Jóhanna, nei ég er ekki búinn að ákveða mig. Það fer allt eftir vinnu og prívatmálum hvort og hversu lengi ég fer út. Hallast þó að Suður- og Mið Ameríku ef ég fer.
Og Einsidan, sjá hér