Þetta blogg er orðið með ólíkindum dapurt. Ég hef svo sem fáar hugmyndir til að bæta það.
Ég get nefnt fullt af hlutum sem mig langar til að skrifa um, einsog t.d. þá staðreynd að ég er oftar beðinn um pening í miðbæ Reykajvíkur þessa dagana heldur en ég var nokkurn tímann beðinn um í Chicago. Einnig að mér finnst að þessi flugvöllur eigi að fara strax og hversu mikið það fer í taugarnar á mér að sjá fólk, sem hefur ekki farið á djammið í mörg ár, tjá sig um næturlífið í Reykjavík einsog það stundi það um hverja helgi.
En ég er bara of latur til að skrifa eitthvað.
—
Þetta hefur þó verið góð helgi. Var í matarboði með vinum mínum á föstudagskvöldið. Þar var botnlaus uppspretta hvítvíns, enda gestgjafarnir snillingar, og því drakk ég kannski aðeins meira en meðal-skynsamur einstaklingur hefði gert, því ég var búinn að ákveða að vakna snemma daginn eftir. Sem ég og gerði.
Fór svo á Franz Ferdinand tónleikana á Organ með vini mínum í gær. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer á Organ, en síðast þegar ég vissi þá var á sama stað rekinn rónabar. En þetta er fínn staður fyrir svona tónleika. Franz Ferdinand voru verulega skemmtilegir og þetta voru mjög góðir tónleikar. Það var hressandi að sjá svona frábæra hljómsveit á svona rosalega litlum stað. Þáttaka manns verður auðvitað mun meiri þegar maður getur hoppað á fullu fimm metrum frá hljómsveitinni í stað þess að sitja uppí stúku.
Kíktum svo á Boston á eftir og enduðum kvöldið á dapri pizzu.
—
Annars hef ég verið svona rétt mátulega busy í vinnunni. Það er ótrúlega gaman að koma Síam í það ástand, sem ég vil sjá staðinn í. Skemmtileg tilbreyting frá Serrano þó það sé margt spennandi að gerast þar líka.
Cubs eru í efsta sæti í sinni deild í hafnaboltanum þegar það eru bara nokkrir leikir eftir. Það er vissulega snilld. Ætla einmitt að horfa á leik með þeim í dag. Liverpool eru svo í öðru sæti í ensku deildinni. Ástandið hefur svo sannarlega verið verra. Nú þarf bara KR að halda sér uppi.
Annars er ég bara þokkalega hress, mér finnst ég vera að gera eitthvað af viti og er ánægður með það hvernig hlutirnir hafa þróast að undanförnu. Það verður kannski ósjálfrátt til þess að ég bloggi minna þar sem að þörfin fyrir að blogga virðist minnka eftir því sem skapið batnar. 🙂
Ekki ertu KR-ingur!
Kveðjur 🙂
Já, Organ er nefnilega þrælfínn staður.
Ég er svo sammála þér með liðið sem tjáir sig um næturlífið í miðbænum. Fer ótrúlega í taugarnar á mér líka 🙂
datt hér inn.
nýjasti KR brandarinn !
Hver er auðveldasta leiðin inn á http://www.KR.is ??
þú ýtir bara á TAP takkann
(:
Hahaha flottur þessi Magnea.
Áfram Skagamenn 😉