Það er vel þess virði að benda fólki á að þessi plata er meiriháttar!
* * *
Þessi helgi er búin að vera verulega góð hingað til. Ég er í smá átaki, sem átti að felast í því að ég færi nokkrum sinnum á djammið án þess að drekka. Það hefur gengið misvel. Þetta gekk eftir um síðustu helgi þegar ég var edrú og fór heim úr partíinu snemma til að horfa á Cubs skíta á sig. Það verður þó ekki annað sagt en að vinir mínir séu duglegir í að hvetja mig til að fá mér í glas. Í gær hitti ég svo ansi skemmtilega manneskju, sem lagði gríðarlegan metnað og vinnu í að fá mig til að fá mér í glas á Ölstofunni þar sem ég var eftir afmælispartí. Það tókst að lokum. En samt í svo litlu magni að ég vaknaði hress í morgun og gat nýtt daginn í eitthvað semi-gáfulegt.
Í kvöld ætla ég svo að gera aðra tilraun til þess að fara í bæinn án þess að drekka. Svo fer ég að láta af þessari tilraun.
* * *
Auk Amy Winehouse þá hef ég verið að hlusta á nýja Springsteen diskinn, sem er afbragð. Er ekki enn búinn að kaupa mér Radiohead diskinn, en það er á dagskrá á næstu dögum.
* * *
Í gær missti ég iPhone-inn minn í gólfið í fyrsta skiptið. Það var hræðileg lífsreynsla. Hræðileg, segi ég og skrifa.
… og virkar hann?
Jammm, hann lifði fallið af. 🙂
Það hlýtur að hafa verið hroðaleg lífsreynsla að hafa verið edrú í kringum allt fulla fólkið, er það ekki?
Mér finnst hins vegar í lagi að þeir drekki sem drekka sig ekki alltaf dauðadrukkna, haga sér sæmilega og viti eftir bestu vitund hvað þeir eru að gera, og muni gróflega eftir gærkvöldinu daginn eftir. Ég tel mig vera þannig. Ég veit hvenær ég er orðinn góður, þó ég eigi það nú til einstaka sinnum að fara í þrjóskukast og drekka mig haugadrukkinn, en það er nú aðallega þegar maður er í ástarsorg eða einhverju slíku drama.
En það er gott að heyra að iPhone’inn hjá þér hafi lifað fallið af. Alltaf leiðinlegt fyrsta skiptið. 🙂
mér finnst þetta sniðugt átak hjá þér, ætla að taka þig til fyrirmyndar ;p
Einar ég vissi að þú myndir missa hann!!
Nei, þetta var verulega skemmtilegt. Fólkið var svo einstaklega skemmtilegt að þetta var minnsta mál.
Og já, Elín, það hlaut að koma að því. Sem betur fer er hann í lagi.
Winehouse diskur kom mér skemmtilega á óvart.. Ég er húkt á the National.. Saman ber http://www.metacritic.com/music/artists/national/boxer
Sá þá live um helgina NY, þeir voru rosalegir…..