Grín, er það ekki?

Getur einhver plís sagt mér að þetta sé grín? Að það sé ekki staðreynd að þessir tveir menn ætli að stjórna borginni næstu árin?

Betri ástæðu fyrir því að flytja til útlanda hef ég ekki enn fengið.

Kræst! Íhaldið og Frjálslyndi flokkurinn. Flugvöllurinn áfram og fleiri mislæg gatnamót. Hæ hó jibbí jei.

* * *

Annars höfum við Emil það ljómandi gott í San Francisco. Búnir að borða á fulltaf burrito stöðum, labba um alla borgina og hitta skemmtilegt fólk. Í kvöld er það partí hjá kærustu Dan vinar míns á bar í The Mission.

*Skrifað í San Francisco, Kaliforníu klukkan 18.24*

11 thoughts on “Grín, er það ekki?”

  1. Vilt þú frekar flugvöllinn burt og hærri fasteignagjöld? Mislæg gatnamót boða líka greiðari samgöngur fyrir meginþorra fólks. Ef þú byggir ekki í vesturbænum heldur þyrftir að keyra inn í borgina þá myndiru kannski skilja þetta betur. Mislægu gatnamótin við Ártúnshöfða breyttu miklu fyrir mig þar sem ég þurfti að keyra í MH, og nú HÍ daglega úr Árbænum. Geri ráð fyrir að mislæg gatnamót á Kringlumýrarbraut/Miklubraut muni gera slíkt hið sama.

    Merkilegast þykir mér þó, og þetta á bæði við um fyrstu borgarstjórnina, og fráfarandi borgarstjórn, að hafa ekki gefið börnum og unglingum annars vegar, og öldruðum og öryrkjum frítt í strætó. Það var ekki fyrr en Óli borgarstjóri (skrýtið að segja þetta) kom inn í þetta að það var boðað. Nú þegar það hefur verið gert þá skil ég hreinlega ekki af hverju það var ekki gert fyrr.

    En burtséð frá því hvaða flokk maður styður þá er eitt sem allir geta sammælst um, að það er gott að losna við Björn Inga úr borgarstjórn.

  2. Halldór, við höfum ekki losnað við hann úr borgarstjórn, hann er enn einn 15 fulltrúa þar. Hann er hinsvegar ekki lengur í meirihluta, og ég segi fyrir mitt leyti ég vil hann frekar en íhaldið.
    Einar: því miður er þetta ekki grín. Það eina rétta, og ég vona að þetta fólk allt saman sjái það, er að boða til nýrra kosninga og reyna að fá hreinar línur í þetta, það er verið að hafa okkur borgarbúa að fíflum.

  3. Því miður sýnir þetta bara hvers lags hugleysingjar og slettirekur liðsmenn ákveðinna flokka eru.

  4. Ef þú flytur til Boston þá eru hérna tveir staðir sem eru unbeatable á Beacon Street, 1-2 mín frá Coolidge Corner (græna línan):
    Boca Grande Taqueria
    http://maps.google.com/maps?f=q&hl=en&geocode=&time=&date=&ttype=&q=boca+grande,+boston,+ma&layer=c&ie=UTF8&ll=42.350711,-71.118107&spn=0.017666,0.046778&z=15&om=0&cbll=42.342623,-71.120045&cbp=1,303.71240115572015,,0
    (sennilega besta burrito vestan atlantsála, allt á matseðlinum er gott ..hvernig veit ég það?)
    …og við hliðina … Fugakyu
    http://maps.google.com/maps?f=q&hl=en&geocode=&time=&date=&ttype=&q=fugakyu,+boston,+ma&layer=c&ie=UTF8&ll=42.375159,-71.111584&spn=0.070636,0.187111&z=13&om=0&cbll=42.34276,-71.119556&cbp=1,405.9737048444572,,0,3.751510067979702
    (top quality sushi, líklega besta í Massach. kobe-ið og hitt allt er líka alveg þokkalegt…)
    Nú svo er hægt að eyða kvöldinu á verri stöðum en hér:
    http://www.coolidge.org/
    Hvað er maður að gera í Reykjavík?

  5. Já, þetta verður skrautlegt. Það verður gaman að sjá Ólaf þrauka út heilt kjörtímabil, þar sem hann hefur engan varamann til að taka við af sér, þ.e.a.s. ef hann forfallast. Og maður er að heyra að hann hafi ekki sinnt þingmennsku sinni af heilum hug.

  6. Ef þú byggir ekki í vesturbænum heldur þyrftir að keyra inn í borgina þá myndiru kannski skilja þetta betur.

    Ólíkt því sem margir halda, þá förum við fólkið úr Vesturbænum líka af og til í önnur hverfi. Þær ferðir hafa þó ekki sannfært mig um að til að mynda mislæg gatnamót við Kringluna (sem ég fer um oft á dag) muni bæta borgina.

    Sjitt, ég er ekki enn búinn að jafna mig á því að þessi maður sé orðinn borgarstjóri.

    Vilt þú frekar flugvöllinn burt og hærri fasteignagjöld?

    Þetta er einsog að segja: Vilt þú frekar herkvaðningu og fleiri veitingastaði? Hvert í ósköpunum er samhengið?

  7. Fráfarandi meirihluti var ekki búinn að gera neitt í 3 mánuði og ekki einu sinni kominn með málefnasamning.

    Af visir.is ..
    “Þau hlógu að okkur við meirihlutaskiptin í haust en nú nýttum við okkur það að þau voru ekki búin að gera neitt í sínum málum í þrjá mánuði,” segir Þorbjörg og vísar þar til þess að enginn málefnasamningur hafi legið fyrir hjá fráfarandi meirihluta.”

    Björn er bara að borga fyrir óheildindin sem hann stóð fyrir í haust í nákvæmlega sömu mynt.

    Til varnar ætla ég samt að segja að ég er ekki viss um að Ólafur sé endilega besti maðurinn sem borgarstjóri. Enda er bara verið að nota hann sem hækju til að koma nýrri stjórn inn.

  8. Gefð’essu séns, gæti það verið mikið verra? Þú færð sjálfur á allranæstu dögum til dæmis yfirlit yfir hækkuð fasteignagjöld, sem hækkuðu talsvert umfram verðlag almennt. Ætli þjónusta Reykjavíkurborgar batni nokkuð þrátt fyrir það?

    Ef að Ólafur þraukar þetta ekki er náttúrulega alveg grand leikur að kúpla honum út og setja inn Samfylkingu. Þannig virkar þetta í borginni í dag, allir sænga með öllum (eða svo virðist vera).
    Með d&s þá væri heldur engin spenna milli borgar og ríkisstjórnar. Þá hlýtur að vera hægt að koma einhverju í verk.

  9. Björn er bara að borga fyrir óheildindin sem hann stóð fyrir í haust í nákvæmlega sömu mynt.

    Finnst þér þetta virkilega sambærilegt?

    Til varnar ætla ég samt að segja að ég er ekki viss um að Ólafur sé endilega besti maðurinn sem borgarstjóri

    Nei, ég held að hann sé ansi langt frá því.

Comments are closed.