Á þessari síðu er hægt að skoða verðlaunatillögu fyrir Vatnsmýrina, sem ég ætla að kíkja á í Hafnarhúsinu um helgina. Ég hef auðvitað ekki legið á skoðunum mínum á þessum bölvaða Reykjavíkurflugvelli, sem ég vill sjá fjarlægðan úr miðbæ Reykjavíkur ekki seinna en á morgun. Er andúð mín á nýjum meirihluta borgarinnar ekki síst tilkomin sökum þess að það er þeirra helsta stefnumál að flugvöllurinn skuli vera áfram (þvert oná öll “loforð” Sjálfstæðismanna fyrir kosningar). Valdagræðgi Sjálfstæðismanna sá til þess að þeir fórnuðu þessu máli, sem að margir (allavegana ég) telja vera mikilvægasta skipulagsmálið í borginni.
Allavegana!
Núna eru komnar verðlaunatillögur um nýtingu á Vatnsmýrinni og auðvitað er flugvöllurinn farinn á þeim tillögum. Nýji borgarstjórinn ætlar samt að notast við þessar tillögur á einhvern óskiljanlegan hátt, þar sem að flugvöllurinn myndi leggja þessa tillögu í rúst.
Mér líst vel á tillöguna þótt ég hafi bara séð hana í mýflugumynd. Hún virðist vera nokkuð spennandi íbúðahverfi, með vel blandaðri byggð og fallegum grænum svæðum. Ég hef þó bara eitt við þessa tillögu að athuga. Við sjáum hér mynd af tjörninni og hluta af Þingholtunum.
Hvað er að þessari mynd?
Jú, það er búið að STROKA ÚT SERRANO!
Hneyksli! Ég krefst þess að hausar fái að fjúka! 🙂
Ég er búinn að tala við nokkra menn, borgarstjórinn er fullur iðrunar og mun segja af sér eftir ca. ár. Óvíst er hver tekur við af honum!
Af þessari mynd skil ég reyndar ekkert hvar Hringbrautin á að koma upp? Nema þá að það sé 45 gráðu beygja í þessum undirgöngum?
Hvar á ég þá að borða í þau fáu skipti sem ég er á ÍSlandinu?
Takk, PR.
Já, ég geri ráð fyrir því að það sé beygja á Hringbrautinni í stokkinum einsog er í dag.
Og Daði, þú verður bara að reyna Kringluna eða Smáralind. 🙂
Hvað er málið með þetta tún í miðbænum? Á að vera sveitabýli í miðborginni? Tómt bull. Burt með almenningsgarðinn, eða minnka hann allverulega.
Nú veit ég ekki alveg hvort þú sért að gantast eða ekki, en átti þessi bensínstöð, og Serrano og sá pakki ekki bara að vera þarna tímabundið, eða þangað til bygging á nýja sjúkrahúsinu myndi hefjast?
Jú, Halldór – ég var nú frekar að grínast. En N1 stöðin á allavegana að vera til 2017 – en ég svo sem skil ekki þessi skipulagsmál. Það þarf væntanlega að vera bensínstöð í þessu hverfi.
Ég fór og skoðaði tillöguna á Listasafninu í gær. Serrano er áfram á sínum stað. Bara niðri í stokknum 😉