Ok, ég gerði mistök þegar ég valdi plötur ársins í fyrra. Í fyrsta sætið setti ég Night Falls over Kortedala með Jens Lekman og í öðru sæti var Graduation með Kanye West.
Núna þegar þrír mánuðir eru liðnir af 2008 þá er engin spurning í mínum huga að Kanye platan er miklu betri. Ég er búinn að hlusta á hana sennilega tvöfalt oftar en Lekman.
Í tilefni þessarar viðurkenningar á klúðri þá býð ég hér uppá BESTA lagið af BESTU plötu síðasta árs með BESTA rappara í heimi sem fjallar um BESTU borg í Bandaríkjunum, Chicago.
Takk!
Jens Lekman platan er stórlega ofmetin. Gott þú ert búinn að sjá ljósið strax.
Já, málið var að ég byrjaði að hlusta á hana í desember og varð svo rosalega hrifinn eftir 5-6. hlustun að ég var sannfærður um að þetta væri tímalaus snilld.
En svo hlustaði ég oftar og varð bara ógeðslega þreyttur á henni. Kanye, LCD og Radiohead hafa elst mun betur.
Besta rappara í heimi? Ég veit það nú ekki, en þetta lag er helvíti flott og Kanye West er gullmoli.