Staðurinn tilbúinn

Jæja, þá er Serrano staðurinn tilbúinn fyrir opnun á morgun. Ég verð að játa það að þessi dagur var nettur rússíbani. Ég kom uppá stað í góðu skapi í morgun, varð svo hálf brjálaður eftir smá stopp þar. Hringdi svo nokkur símtöl og var það fúll að ég ákvað að hitta Emil í kringum kvöldmatarleytið til að taka stöðuna á staðnum.

Við það að koma á staðinn róaðist ég samt töluvert, okkur tókst svo að redda nokkrum hlutum í viðbót og þegar við löbbuðum út klukkan 8 í kvöld leið mér mjög vel, sérstaklega þegar ég sá að útiskiltið kom mun betur út en ég hafði þorað að vona.

Þannig að hér er hægt að sjá myndir af staðnum 99% tilbúnum.

Og hérna er svo mynd af okkur Emil, orðnir nokkuð sáttir við árangurinn.

Staðurinn opnar semsagt klukkan 11 á morgun, föstudag og 100 fyrstu kúnnarnir fá ókeypis burrito.

6 thoughts on “Staðurinn tilbúinn”

  1. Til hamingju!!
    Glæsilegt að vanda hjá ykkur, þið Emil krúttlegir á myndinni 🙂
    Ég er einstaklega ánægð að hafa Serrano svona nálægt mér núna 🙂

  2. Sæll Einar

    Ég er mjög forvitin að vita hvaðan parketið á veggnum á serrano er?
    Vantar svona svart parket á sjónvarpsvegginn heima.

    Kv.Klara

Comments are closed.