Þar sem það er komið þráðlaust net hérna á Bíldshöfða, þá ákvað ég að henda inn stuttri færslu.
Dagurinn er búinn að vera helvíti skemmtilegur með þessu típíska “daginn-fyrir-opnun” stressi. Ólíkt fyrri opnunum þá hef ég ekki verið stressaður yfir því að ná ekki að opna á réttum tíma í þetta skiptið. Það er þó búið að vera ótrúlega mikið að gerast hérna í allan dag og heldur eflaust eitthvað áfram fram á nótt og alveg þangað til að við opnum klukkan 10 í fyrrmálið.
Allavegana, það verður tilboð allan morgun, þriðjudag. 2 fyrir 1 á bæði burrito og quesadilla. Það verður vonandi fjör.
Blessaður til hamingju með nýja staðinn.
Á ekkert að fara að setja upp einn stað á Akureyri? Sárvantar einn svona hingað.
Takk. Jú, ég fæ þessa ábendingu í hvert skipti sem ég skrifa um Serrano á þessari síðu. Það er talsvert flóknara fyrir okkur að opna útá landi þar sem eftirlit er erfiðara og við gætum ekki nýtt okkur vinnslueldhúsið, sem er í Hafnarfirði.
En hefur þó lengi verið draumur okkar að opna á Akureyri og við skoðuðum staðsetningar þar af alvöru í fyrra, en enn hefur ekkert gerst í þeim málum.
Til hamingju með nýja staðinn. Er heitur reitur þarna?
Takk 🙂
Neibbs.