Ok, bætum þessu inná listann yfir þau lög, sem ég vildi að ég hefði séð á tónleikum um ævina. Hérna fer Ronnie van Zandt fyrir Lynyrd Skynyrd, nokkrum mánuðum áður en hann dó, á tónleikum í Oakland í Júlí árið 1977.
Lagið er auðvitað besta lag í heimi, Free Bird!
Fokking snilld!
Rosalegt lag.
Lést hann ekki í flugslysi?
Jú, öll hljómsveitin lenti í flugslysi og Ronnie og tveir aðrir úr sveitinni dóu í því slysi.
Algert dúndur þetta lag.
Sérstaklega endirinn…
Hahaha, ég sá ekki kommu þarna, heldur las:
“Hérna fer Ronnie van Zandt fyrir Lynyrd Skynyrd, nokkrum mánuðum áður en hann dó á tónleikum ….”
Já, Svansson, ég bætti reyndar kommunni við eftirá. 🙂
Ah – enda fórstu illa með mig. 😉