Á þessari ágætu mynd, sem var tekin í gær í Vallingby, úthverfi Stokkhólms má sjá byrjunina á framkvæmdum við fyrsta Serrano staðinn hérna í Svíþjóð.
Við erum semsagt að deila stað með Subway. Við erum á lestarstöðinn í Vallingby, sem er við innganginn í [Vallingby City](http://www.vallingbycity.se/), sem er stór verslunarmiðstöð. Á myndinni er verið að smíða vegg á milli staðanna, sem á að vera á meðan að á framkvæmdum við Serrano staðinn stendur. Við erum búin að flytja út heilan gám af dóti frá Íslandi, þar á meðal sérsmíðað afgreiðsluborð, parket og fleira – sem var hagstæðara að kaupa á Íslandi vegna gengismála. Sjá fleiri myndir frá bygingu staðarins hér. Ég mun uppfæra þetta albúm eftir því sem meira gerist.
Ég er búinn að vera hérna í Stokkhólmi síðan á fimmtudaginn og það er búið að vera mikið að gera. Við ákváðum fyrir um tveim vikum að fresta opnuninni aftur til 15.janúar til að gefa okkur betri tíma í að klára marga hluti sem þarf að huga að. Hins vegar eru framkvæmdirnar við staðinn hafnar og þeim á að ljúka um miðjan desember. Eftir það þá höfum við ágætis tíma til að klára mál tengd heilbrigðisyfirvöldum (sem eru talsvert strangari en heima á Íslandi), prufukeyra staðinn og þjálfa starfsfólk.
* * *
Almennt séð eru Svíar mjög jákvæðir gagnvart Serrano. Hvort sem það er í bönkunum, auglýsingastofum eða birgjum þá líst mönnum vel á hugmyndina og fólk hefur trú á þessu. Þá virðist engu máli skipta að hugmyndin sé íslensk. Það verður að teljast jákvætt.
Ég hef það annars bara ansi gott fyrir utan það að kærastan mín er heima á Íslandi. Ég er búinn að koma mér ágætlega fyrir hérna í íbúðinni og mér finnst ég þekkja næsta nágrenni ágætlega. Ég bý í íbúð á Södermalm í mjög skemmtilegu hverfi og er íbúðin umkringd börum og alls kyns veitingastöðum, sem ég mun sennilega seint ná að prófa alla.
Þetta er spennandi.
Gaman að fylgjast með þér:)
Við reynum að skoða flesta þeirra þegar ég kem á opnunina þann 15.jan,..
Blessaður Einar!
Til hamingju með þetta – það vantar ekki kraftinn í ykkur félagana!
Keep up the good work!!
Kv. Sölvi Fannar
Takk, Sölvi.
Og takk Hauður. Og Borgþór, ég býð spenntur.
Fór á Serrano í kringluni í gær og verð bara að segja að þetta var bara fjandi fín máltið sem við fjöldkyldan fengum þar Takk fyriri og gangi ykkur bara allt hið besta með þetta í Svíþjóð…
Gaman að heyra! 🙂
Hvernig er það Einar, þar sem þú ert að hefja inreið Serrano á erlenda markaði er þá hægt að fara að kalla þig ÚTRÁRAR VÍKING.
Sorry ÚTRÁSAR VÍKING
Humm, það er spurning. Fólk getur víst kallað mig það sem það vill. En ætli við á Serrano séum ekki of rólegir í áætlunum og lántökum til að geta staðið undir þessari nafnbót.