Ódýr Big Mac á Íslandi

Tímaritið The Economist gefur árlega út Big Mac vísitöluna. Þar tekur blaðið saman verð á Big Mac í ýmsum löndum og reiknar verðið út í dollurum. Þannig fær blaðið einhverja mynd á því hvort að gengi viðkomandi gjaldmiðils sé of- eða vanmetið gagnvart dollar.

Á þessu eru auðvitað milljón gallar, til dæmis einsog það að landbúnaðarkerfi eru gríðarlega mismunandi og að skyndibiti einsog McDonald’s er lúxusvara í sumum löndum. Þannig að aðallega er þetta gert til gamans.

Íslendingar hafa oftast verið meðal allra hæstu landanna í könnuninni ásamt löndum einsog Noregi. Í júlí í ár vorum við með einn dýrasta Big Mac-inn í heimi.

Það hefur auðvitað allt breyst núna. Ég tók saman kostnaðinn á Big Mac miðað við núverandi gengi í dag og skoðaði hvernig hlutirnir hafa breyst í nokkrum löndum (nota bene, ég geri ráð fyrir að Big Mac hafi ekki hækkað síðan í júlí í þessum löndum og ég tók verð á Big Mac á Íslandi úr verðkönnum sem var gerð 11.nóv).

Fyrsti dálkurinn sýnir verð á Big Mac í gjaldmiðli viðkomandi lands. Annars dálkurinn sýnir verðið í dollurum (á gengi gærdagsins) og þriðji dálkurinn sýnir svo hvort að þetta gefi í skyn að gjaldmiðlinn sé ofmetinn (plús tala) eða vanmetinn (mínus tala) gagnvart dollar. Svona lítur þetta því út í dag.

Semsagt, í dag geturðu á Íslandi fengið Big Mac á lægra verði en í Bretlandi og á nánast sama verði og í Bandaríkjunum!!! Það hélt ég að ég myndi aldrei sjá. Það munar aðeins 13% á verðinu á Big Mac á Íslandi og í Brasilíu.

Big Mac kostar semsagt í krónum á Íslandi 560 krónur. Til samanburðar þá kostar hann 680 krónur í Svíþjóð, 702 krónur í Danmörku og 835 krónur í Noregi.

3 thoughts on “Ódýr Big Mac á Íslandi”

  1. Hef aldrei skilið afhverju Economist notar ekki uppgefin verð í mismunandi löndum á tímaritinu til þess að reikna út PPP.

  2. Ágætis punktur, Örn. Economist kostar 400 ISK. Sambærilegt verð í Noregi er NK48 og í Svíþjóð SEK 50. Semsagt, í dollurum:

    Ísland: 1,77 dollariNoregur: 6,7 dollararSvíþjóð: 6 dollarar.

    Magnað.

Comments are closed.