Þetta er versta forrit í heimi: Microsoft Word fyrir Mac.
Djöfulsins fokking síkrassandi horbjóður. Er fólk virkilega á launum við að skrifa þetta forrit? Hvernig í ósköpunum getur nýjasta útgáfan af þessu forriti krassað fimm sinnum á sama klukkutímanum? Og á endanum svo svakalega að fyrri björguð skjöl týnast líka?
Það að ég hafi eytt pening í þennan óþverra gefur fólki ærna ástæðu til að efast um gáfnafar mitt.
Ég vil fá þessa tvo klukkutíma AFTUR!
Hurðu, þú varst að mæra Glöggvunarskjöl (e. Google Docs) hér um daginn.
Hér er fyrsta ítrun að vinnureglum fyrir Serrano.se:
1) Gera skjöl í Glöggvunarskjölum
2) Vista skjalið
3) Haka við skjal í yfirliti
4) „more actions“
5) SAVE AS WORD…
6) Ekki nota Word á Mac.
7) Ekki nota Word á PC
8) Ekki nota Word.
9) Ekki nota Word.
10) …
Áhugavert hvernig tölusetti liðurinn milli 7 og 9 birtist á þessu annars ágæta vefsetri!
Já, ég þurti að nota Track changes og því valdi ég Word. Aldrei aftur! Aldrei aftur!
Það þarf bara einn lið:
Ekki nota Macintosh !!!
Sælir,
Það er ekki óalgengt að menn lendi í veseni með þetta blessaða forrit. Sjálfur er ég að skrifa hugbúnað sem talar við Word og það hefur verið meira en lítið merkilegt hvað þetta lætur illa á köflum.
Hjá mörgum er þetta ástæðan:
http://www.stafsetning.is/efni/2009/02/05/microsoft-office-2004-eða-2008-a-mina-tolvu/
Myndi skoða NeoOffice og auðvitað Pages
Setti annars smá grein á netið um NeoOffice innsetningu sem gagnast þér vonandi:
http://www.stafsetning.is/efni/2008/11/20/neooffice-innsetning/
Track Changes er í NeoOffice undir:
Edit > Changes
Kveðja,
Steingrímur Árnason
stafsetning.is
Takk, Steingrímur. Ég þarf hreinlega að fara að venja mig á að nota Pages. Ég kann ágætlega við það forrit.
Bíddu bara þangað til þú prófar Excel fyrir Mac…
Ég nota það næstum því daglega.