Word fyrir Mac

Þetta er versta forrit í heimi: Microsoft Word fyrir Mac.

word

Djöfulsins fokking síkrassandi horbjóður. Er fólk virkilega á launum við að skrifa þetta forrit? Hvernig í ósköpunum getur nýjasta útgáfan af þessu forriti krassað fimm sinnum á sama klukkutímanum? Og á endanum svo svakalega að fyrri björguð skjöl týnast líka?

Það að ég hafi eytt pening í þennan óþverra gefur fólki ærna ástæðu til að efast um gáfnafar mitt.

Ég vil fá þessa tvo klukkutíma AFTUR!

8 thoughts on “Word fyrir Mac”

  1. Hurðu, þú varst að mæra Glöggvunarskjöl (e. Google Docs) hér um daginn.

    Hér er fyrsta ítrun að vinnureglum fyrir Serrano.se:

    1) Gera skjöl í Glöggvunarskjölum
    2) Vista skjalið
    3) Haka við skjal í yfirliti
    4) „more actions“
    5) SAVE AS WORD…

    6) Ekki nota Word á Mac.
    7) Ekki nota Word á PC
    8) Ekki nota Word.
    9) Ekki nota Word.
    10) …

  2. Sælir,

    Það er ekki óalgengt að menn lendi í veseni með þetta blessaða forrit. Sjálfur er ég að skrifa hugbúnað sem talar við Word og það hefur verið meira en lítið merkilegt hvað þetta lætur illa á köflum.
    Hjá mörgum er þetta ástæðan:
    http://www.stafsetning.is/efni/2009/02/05/microsoft-office-2004-eða-2008-a-mina-tolvu/

    Myndi skoða NeoOffice og auðvitað Pages

    Setti annars smá grein á netið um NeoOffice innsetningu sem gagnast þér vonandi:
    http://www.stafsetning.is/efni/2008/11/20/neooffice-innsetning/

    Track Changes er í NeoOffice undir:
    Edit > Changes

    Kveðja,

    Steingrímur Árnason
    stafsetning.is

Comments are closed.