Ég verð að játa það að ég er orðinn nánast óbærilega þreyttur á að lesa fréttir um Seðlabankann og Davíð Oddson. Til að spara fólki þau ósköp að þurfa að lesa þessar fréttir oft á hverjum degi, þá ákvað ég að búa til síðu, sem fjallar bara um það sem málið snýst um.
Þessi síða verður uppfærð þegar að eitthvað spennandi gerist. Með því að heimsækja þessa síðu geturðu því sparað þér lestur allra frétta um Seðlabankann í net-, ljósvaka- og prentmiðlum.
Er Davíð Oddson ennþá Seðlabankastjóri?
Takk fyrir.
Hahahahaha. Frekar skemmtileg lausn.
Ég kem pottþétt á morgun og tékka stöðuna.
Snilld, einmitt bara það sem þurfum að vita. Alveg orðin huuuunnnnddddleið á þessari vitleysu
Þú ert svo sniðugur Einar
Nákvæmlega… en þetta er líka það eina rétta. Maðurinn er sá eini sem veit hvað hann er að tala um. Jóhanna og Steingrímur vita ekki einu sinni hvað hugtakið “hagvöxtur” þýðir…
Þessir pottloksberjandi ormar þurfa að rífa hausinn á sér út úr rassgatinu og sjá hver er í raun og veru að segja rétt frá og getur komið okkur út úr vandanum!
Já, mér finnst þetta reyndar svo leiðinlegt sjálfum að ég nenni ekki lengur að fylgjast með þessu. Ég myndi til að mynda frekar stinga pinnum í augun á mér en horfa á þetta Kastljós viðtal. Það væri fínt ef einhver myndi senda mér póst þegar að ég þarf að breyta síðunni.
verðurðu ekki að geta heimilda/innblásturs, minnir nett á http://hasthelargehadroncolliderdestroyedtheworldyet.com/ Maður ætti kannski að linka á þig á http://youthoughtwewouldntnotice.com (löng url eru það heitasta í dag…)
Jú, Kalli. Það eru sirka 100.000 svona síður til í heiminum, þannig að flestum ætti að vera ljóst að ég var ekki að finna upp hjólið (sbr hér).
Góður! 🙂
Þarf ekki að uppfæra þessa síðu þá núna ?
http://www.visir.is/article/20090226/FRETTIR01/887372696