Þetta er ágætis áminning fyrir þá sem standa í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Samfylkingarinnar. 61,2% þjóðarinnar vill aðildarviðræður við ESB. Þar af nánast allir þeir sem styðja Samfylkinguna.
Ég er viss um að ég er ekki eini kjósandi Samfylkingarinnar, sem mun eiga erfitt með að styðja flokkinn aftur ef að flokkurinn ætlar sér að sitja í ríkisstjórn, sem mun ekki stuðla að aðildarviðræðum við ESB strax í sumar.
Vá hvað Barca náði einu skoti á markið í gær.
Vá hvað ég er þakklátur að Iniesta fékk skotfærið.
þú ert langt frá því að vera einn Einar 🙂 … en nú fer spennan að magnast … morgundagurinn verður áhugaverður.
Held að sama gildi um kjósendur vinstri grænna. Þeir eru ófáir sem verðlaunuðu VG fyrir að vera lausir við spillingu, fyrir að hafa sýnt aðdáunarverða andstöðu við virkjanir sem hafa sett ekki einasta Landsvirkjun heldur þjóðina alla á hausinn (hvað væru vextir háir ef K.virkjum hefði ekki risið, hvað væri verðbólgan há?). Margir þessara kjósenda vænta mikils af VG, meðal annars þess að þingmenn leyfi málefnalega umræðu um ESB með það að markmiði að þjóðin fái að vita hvað er í boði. Verði VG til þess að ESB aðildarviðræður tefjist um langan tíma verða þeir ófáir sem segja sig úr VG