Ég lenti í samtali um jólin og svo í öðru samtali við góðan vin minn mjög nýlega, sem komu mér gríðarlega á óvart. Ég komst nefnilega að því að það horfa ekki allir á The Office!
Fyrir okkur hin, sem horfum á The Office í hverri viku, er erfitt að ímynda sér þetta. Ég held að partur af ástæðunni gætu verið fordómar gagnvart bandarísku sjónvarpsefni. Hinir tólf bresku þættir sem voru framleiddir voru svo stórkostlegt sjónvarpsefni að ég hélt að þeir yrðu aldrei toppaðir og þegar ég sá fyrstu þættina í bandarísku seríunni þá fannst mér þeir svo slæmir að það var nánast pínlegt.
En The Office var, þrátt fyrir daufa byrjun, haldið áfram í framleiðslu og núna er að ljúka í Bandaríkjunum fimmtu seríunni. Þættirnir hafa á þessum 5 árum styrkst gríðarlega (með smá lægðum inná milli þó) og serían, sem nú er að klárast, er að mínu mati sú besta. Þetta eru einfaldlega bestu grínþættirnir í sjónvarpi í dag. Karektarnir eru nánast allir frábærir, jafnt þeir sem skipta mestu máli uppá grínið (Michael, Dwight og Andy) til þeirra sem koma fram kannski einu sinni í þætti (Kelly, Creed, o.s.frv).
Þannig að skilaboð mín til ykkar eru einföld. Horfið á The Office. Þetta eru stórkostlegir þættir og fólk hefur enga ástæðu til að horfa ekki á þá. Ég skil það alveg þegar að fólk segir við mig að það horfi ekki á LOST (sem eru hinir uppáhaldsþættirnir mínir) en fyrir því að horfa ekki á The Office eru engar afsakanir.
Hjartanlega sammála þér, byrjuðu illa en hafa fyrir löngu orðið algjör snilld.
ertu farin að kommenta hjá sjálfum þér Einar?? 😉
farinn
Vá hvað ég er skugglega oft sammála þér um hin ýmsu mál. Hingað til tengt ESB og pólitík (þar sem við deilum ótrúlega líkum skoðunum, ég er skráður í UJ), en núna varðandi þessa frábæru þætti.
Án þess að dramatísera hlutina eitthvað þá er ég samt svo ótrúlega þakklátur fyrir að hafa uppgvötað breska Office, en þeir fóru algjörlega fram hjá mér á RÚV, sem að sýndi fyrstu seríuna ótrúlegt en satt.
The Office með Ricky Gervais er meistaraverk, og ég var mjög gagnrýnin þegar þeir ákváðu að fara með þetta til ameríku.
Fyrsta serían þar var ekki góð ef svo má segja. En um leið þeir gáfu þættinum og karakterunum sín eigin einkenni og hættu að kópíra breska söguþráðinn þá fór þetta á algjört flug.
Þar er ég sammála um að þeir séu að toppa. Vonandi halda þeir samt áfram í nokkur ár.
Sjaldan hafa jafn sönn orð verið sögð!
Nei, MRS þetta er annar Einar.
Og sammála þessu, HHG. Gallinn við bandarískt sjónvarp er oft að menn dæma þætti alltof fljótt. Með Office var það þannig að handritshöfundar og leikarar þurftu einfaldlega smá tíma til að finna sig. Það er ekki hægt að hafa hlutina fullkomna frá upphafi. Lykilatriðið var auðvitað að hætta að herma eftir bresku þáttunum. Um leið og það efni var búið þá batnaði þetta.
Sammála.
Office og Entourage bestu gamanþættirnir að mínu mati.
tek undir þetta með þér – the office – ó hvað er hægt að hlægja.
Entourage er því miður alveg búnir að tapa kúlinu í síðustu seríunni. Office verður hins vegar bara betra með árunum.
Einsog LOST!
Við erum alla veganna tveir að horfa á LOST!
Annars býð ég alltaf spenntur eftir The Office líka daginn eftir að hann er sýndur úti.