Í kvöld er annar hluti af tónleikaröðinni “Margrét og Einar fara á útitónleika í fáránlega leiðinlegu veðri”. Við erum að fara á Where the action is útihátíðina, sem er haldin hérna í Stokkhólmi í dag og á morgun.
Helstu númer kvöldsins í kvöld eru Pixies og Neil Young. Ég hef verið Neil Young aðdáandi lengi lengi og ef ekki hefði verið fyrir Bruce Springsteen tónleikana fyrir viku þá hefði ég sennilega skrifað mun meira um þessa tónleika hér á bloggið. Set-listinn sem Young hefur spilað undanfarnar vikur er svakalega góður með slatta af gömlum slögurum (Heart of Gold, Hey Hey, Pocahontas, Rockin in the Free World, Cinnamon girl, Like a Hurricane, etc).
Gallinn við kvöldið í kvöld er að hér er rigning og skítaveður. Nánast alveg eins og á Springsteen tónleikunum. Hátíðin heldur svo áfram á morgun þar sem að aðalnúmerin eru Duffy, The Magic Numbers og Nick Cave, sem ég hef einmitt aldrei hlustað á.
En í kvöld er hápunkturinn sennilega þegar að Neil Young tekur þetta lag.
Jamm, það verður gaman í rigningunni.
Sá Neil Young í fyrra og það voru rosalegir tónleikar. Hann endaði með 20 mínútna útgáfu af Bítla-slagaranum A day in the life. Hætti ekki fyrr en hann var búinn að slíta hvern einasta streng í gítarnum. Algjör snilld!
ég er oggu pínu ástfangin af honum (Neil Young) eftir þessa ótrúlegu tónleika!
Sá Neil Young í gömlu bíóhúsi í miðju Harlem fyrir um 1,5 ári, stuttu eftir að Chrome Dreams II, sem mér finnst persónulega mjög fín plata. Mátti eiginlega ekki á milli sjá (né heyra) hvor helmingurinn var betri, gömlu lögin tekin acoustic eða rokkaðari og nýrri hlutinn. Kom mér sannarlega mjög ánægjulega á óvart 🙂
Já, ég segi það sama. Það kom mér á óvart hversu góður hann er. Ég þarf að henda inn færslu um tónleikana sem fyrst.