Okkur á Serrano vantar í vinnu Flash forritara í smá vinnu.
Málið er að við höfum látið auglýsingastofu vinna fyrir okkur nýja heimasíðu fyrir Serrano. Hún er því sem næst tilbúin og við búumst við að hún fari í loftið í desember.
Hins vegar þá vantar okkur Flash forritara til að taka við síðunni þegar að hún fer í loftið.
– Annars vegar að setja inná hana sænskan texta og útbúa sænska hluta síðunnar (sama útlit og íslenska)
– Sjá um uppfærslur á bæði íslensku og sænsku síðunni þegar að þess gerist þörf.
Öll síðan er sett upp í Flash. Til að byrja með snýst starfið aðallega um að breyta texta og slíku.
Endilega hafið samband við mig einar@serrano.nu ef þið getið tekið þetta verkefni að ykkur eða vitið um einhvern góðan einstakling.
Uss Einar!
Grundvallarmistök að setja vefhönnun í hendur á auglýsingastofu 🙁
Síðan kemur allavegana flott út. En ég ætla að setja þetta í hendurnar á öðrum núna, þannig að ef þú veist um einhvern sem getur betur, sendu mér póst.