Filmuskönnun á Íslandi

Hefur einhver þarna úti reynslu af því að láta fyrirtæki á Íslandi skanna inn fyrir sig mikið magn af myndum?

Ég hef áður sent filmur út í skönnun til Bandaríkjanna, en það er varla svo hagstætt lengur sökum gengis. Ég tók að mér að hjálpa foreldrum mínum við að koma öllum sínum myndum á stafrænt form og er að leita að góðum aðila til að sjá um þetta. Þetta er gríðarlegt magn af myndum sem þarf að skanna inn. Bæði slides filmur, 35 mm filmur, APS filmur og svo er einnig slatti af ljósmyndum, sem þarf að skanna. Margar eru stakar, en einnig aðrar sem eru inni í albúmum (annaðhvort í plastvasa-albúmum eða albúmum þar sem myndir eru límdar inn).

Ef einhver mælir með einhverju fyrirtæki þá hefði ég gaman af því að vita af því. Í fyrstu umferð værum við að tala um sirka 1.000 slides myndir, sirka 30-40 filmur og um 5-600 stakar myndir. Ef þetta gengur vel þá er safnið töluvert stærra. Væri gott að heyra um góða aðila, annaðhvort sem komment hér eða á pósti til mín einarorn@gmail.com.

2 thoughts on “Filmuskönnun á Íslandi”

  1. Sæll. Þekki þig ekki neitt, nema svona af kop.is, rakst hingað inn þaðan.
    En já ég mæli með

    Pedromyndum á Akureyri, þeir eru í allskonar svona stússi. Eru sanngjarnir og fagmannlegir, allavega svona það sem að ég hef kynnst af þeim

Comments are closed.