Ég er búinn að setja inn fyrri hlutann af myndunum frá Egyptalandi inná Flickr.
Hluti af þeim var smá leiðinlegur þar sem ég gleymdi sólhlífinni á linsuna mína (sem er 18-35mm zoom og því mjög erfið í mikilli sól) og því voru ansi margar myndir með linsuglampa. Ég gat lagað sumar, en alls ekki allar. Ég reyni þá bara að ljúga því að þetta hafi átt að vera svona, ekki ósvipað og í Star Trek myndinni.
En allavegana, serían er hér á Flickr. Þetta eru myndir frá Kaíró og pýramídunum í Giza, Saqqara og Dahshur. Ég set seinni hlutann inn á næstu dögum, þar sem eru myndir frá Alexandríu og Rauða Hafinu.
Ég sé að þú ert ansi lunkinn við að taka sjálfsmyndir, enda með mikla reynslu af því eftir öll ferðalögin :p
Mér tekst hins alltaf að klúðra þeim, hálfur hausinn inná flestum myndunum sem ég tek – hvað þá ef ég ætla að reyna að troða tveimur manneskjum inn á myndina.
Svo…hver er galdurinn?
Flottar myndir.. hefur verið gegjuð ferð 🙂 hlakka til að sjá seinnipartin
Hver er galdurinn við sjálfsmyndirnar? Gríðarleg æfing er það ekki? 🙂
Nei, annars þá er það aðallega að vera með nægilega víða linsu. Myndirnar sem ég er að taka þarna eru flestar teknar á stóru D700 vélina mína, sem er reyndar níðþung og ekki beint það léttasta að taka sjálfsmynd á hana, en ég er allavegana með 18-35mm linsu og því er auðvelt að taka svona myndir.
Fleiri trix kann ég ekki.
Hehe okeij, þá veit ég það 🙂