Núna eru 10 dagar síðan að við opnuðum Serrano á Kungsbron. Einsog ég hafði skrifað hérna áður þá er þetta stóra prófið fyrir Serrano hérna í Svíþjóð, því þetta er staður á besta stað í miðbæ Stokkhólms.
Staðurinn hefur gengið gríðarlega vel fyrstu dagana. Það hefur verið biðröð útá gangstétt í hverju einasta virka hádegi síðan að við opnuðum og við þurftum að beina biðröðinni í annan farveg til þess að það gerðist ekki alltaf. Við vorum líka með stóran event á 5.maí, sem er hátíðsdagur í Mexíkó. Þá dreifðum við miðum um allan miðbæinn þar sem fólk gat fengið ókeypis burrito. Það er skemmst frá því að segja að úr því varð ein allsherjar geðveiki. Við afgreiddum á staðnum á Kungsbron fleira fólk en við afgreiddum í Kringlunni tveim dögum fyrir síðustu jól (sem var stærsti söludagurinn okkar hingað til).
Fyrir mig persónulega þá hafa þetta verið skemmtilegir dagar. Í fyrsta skipti í langan tíma hef ég unnið mikið sjálfur á staðnum í afgreiðslunni. Ég hef verið að taka á móti kúnnum við tortilla grillið og tekið við pöntunum frá fólki. Þetta hefur verið skemmtilegt og maður kemst í betri tengsl við staðinn og viðskiptavinina. Anders rekstrarstjóri hefur svo verið mikið í salnum að spjalla við kúnnana og það er óhætt að segja að viðbrögðin við matnum og staðnum hafi verið frábær hjá kúnnum. Þannig að við erum mjög bjartsýn fyrir framhaldið.
Hérna eru nokkrar myndir af staðnum:
Meistari!
Þetta er glæsilegur staður,… vonandi að það styttist í að maður geti loksins komist á smá Serrano í Svíþjóð!
Til hamingju Einar og Emil með enn einn glæsistaðinn í hnappagatið!
Kv. frá Skáni.
Borgþór og fjölsk.
Gaman ad heyra! Til hamingju!
Snilld! Innilega til hamingju kæri ven.
Sjáðu, það eina sem þurfti til að var að smíða pall! Sakna dáldið pottsins -en hann hlýtur að koma? Svo get ég tekið að mér að vera í pottinum í haust, hel-tanaður með vindil og bjór. Nokkurskonar innkastari -pældu aðeins í þessu og bókum símfund í næstu viku.
Takk öll. 🙂
Jensi, sænsk yfirvöld eru ekki nægilega sátt við þennan pall og vilja að við tökum hann niður (don’t get me started on sænsk yfirvöld), þannig að potturinn verður að bíða.
Allt verður betra innan tíðar þegar hún Mona mín tekur við!
Þetta eru váleg tíðindi, ég er niðurbrotinn.
Var á NM yngrilandsliða í körfubolta í Solna um daginn og fór til Stokkhólms, fór líklega út einu stoppi fyrr en ég átti að gera úr lestinni og þá labbaði ég einmitt framhjá hinumstaðnum þegar ég var að koma niður í bæ … sem var skemmtilegt og gott fyrir hungrið 🙂
Gangi þér sem allra best með þetta allt saman.
Takk takk!