Ég er kominn aftur til Stokkhólms eftir frábæra Íslandsferð. Afrekaði að fara í sumarbústaðarferð, útilegu og á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina. Fór svo í göngu í Flateyjardal þar sem ég var næstum því fótbrotinn/dauður og djammaði svo á Kaffibarnum til klukkan 2 á laugardaginn, en náði samt að vera mættur í taxa útá BSÍ klukkan 5. Það þykir mér gott.
Mér líður núna einsog ég hafi bætt á mig 5 kílóum á Íslandi eftir ís/nammi/pizzu/lambakjöts-át undanfarinna daga. Núna skal hlaupaprógrammið sett á fullt enda ekki nema mánuður í hálf-maraþonið.