Róm?

Ég og Margrét erum að fara til Rómar í næstu viku og verðum þar í fjóra daga. Ég veit svona nokkurn veginn hvað við eigum að gera varðandi helstu túristastaði (og við erum búin að panta hótel), en ef einhver er með tips um hvaða staði við eigum að fókusera á og sérstaklega á hvaða veitingastaði við eigum að fara á, þá eru allar tillögur mjög vel þegnar! Takk takk!

6 thoughts on “Róm?”

  1. Veitingastaðurin á strandgötuni er með geðveikar píssur. Ég elska líka móhjító (stafs?) sem þeir gera. OGJ á, þeir eru líka með matseðil á íslensku þannig að maður ruglast ekki hvað maður á að pannta!!!!!!!

    GÓÐa skemtunn

  2. Ég fór til Rómar sumarið 2007 í viku – og allir dagar voru þaulskipulagðir frá morgni til kvölds! Svo ég mæli með: Gamla Ólympíuleikvanginum, Galleria Borghese, Péturskirkjunni að sjálfsögðu og Vatíkanssafninu (ef þið hafið tíma), Pantheon, Colosseum, gömlu borginni – Forum Romano.. En fyrst og fremst: Labbið eins mikið og þið getið, ekki taka taxa út um allt. Því borgin sjálf er eitt heljarinnar listaverk. Fjölmörg falleg torg, gosbrunnar, kirkjur.. Svo var þessi staður ótrúlega merkilegur: http://en.wikipedia.org/wiki/Capuchin_Crypt

    Yfirleitt voru bestu veitingastaðirnir í hliðargötum – litlir, krúttlegir og maturinn frábær!

    Góða skemmtun!

  3. Maturinn í Róm er náttúrlega bara sillý góður. Þarf nokkuð mikla hæfileika til að lenda á vondum mat. Hafandi sagt það, þá ráðlegg ég ykkur að forðast veitingastaðina á stóru torgunum, þeir voru hálfgerar túristagildrur. Svo eru staðirnir við spænsku þrepin lang dýrustu staðirnir, það er svona snobbhverfið, Gucci búðirnar og allt það. Hverfið Trastavere er þar sem innfæddir fara og fá sér að borða, gamalt rólegt og kósí hverfi. Við duttum inná nokkra staði þar sem okkur leist vel á bara með því að rölta um hverfið og fengum allsstaðar alveg guðdómlegan mat. Fannst það samt nokkuð mikill partur af upplifuninni að einmitt detta inn þar sem stemningin var, ekki vera búin að ákveða fyrirfram. Og ef þið verðið um helgi þá myndi ég amk mæla með því að rölta hjá ánni við Trastavere að kvöldi til. Þá er brúnum lokað fyrir bílaumferð og listamenn safnast þar og eru með gjörninga, allskonar tónlist, dans og skemmtilegheit.
    En Rómarbúar eru sumsé algjörir snillingar í ítalskri matargerð og kunna jafnframt ekkert fyrir sér í matargerð annarra þjóða. Myndi því eindregið ráðleggja ykkur að forðast allt sem ekki er ítalskt. Já og muna að Ítalir panta sér aldrei einn rétt, – tveir er algjört lágmark til að vera ekki litinn hornauga ” ) En annars bara góða ferð og njótið vel!

  4. Róm er snilld – var þar í 5 daga árið 2001 – sem var alls ekki nógu langt. Get tekið undir flest það sem AE segir hér að ofan. Fórum ekki í Colosseum, major raðir til að fá miða (vorum að ferðast á eigin vegum). Pantheon, Forum Romanum, Péturskirkjan og Angelo kastalinn eru eftirminnilegust. Maturinn æði og gaman að labba um og skoða.

  5. Ef ég man rétt þá er hægt að kaupa miða í Colosseum hjá Forum Romanum og þar eru engar (eða ekki eins langar) raðir. Það virkaði mjög vel þegar við vorum þarna. Svo gistum við líka í Trastevere, það hverfi er mjög kósí, t.d. í dinner.

Comments are closed.