RÚV á Youtube!

Þar sem ég hef búið erlendis síðustu 2 árin þá hef ég talsvert horft á myndbönd á íslenskum vefmiðlum. Þetta eru engin ósköp, en svona 3-4 sinnum í mánuði langar mig að sjá eitthvað Kastljós viðtal eða aðra myndbúta – oftast eftir að 10 manns á Facebook hafa byrjað að tala um viðkomandi myndband.

Ég er líka Apple notandi og hef verið það síðustu áratugi. Það er með hreinum ólíkindum hversu aftarlega íslenskir miðlar eru í því að koma myndböndum til okkar Apple notenda. Ég hefði kannski skilið þetta fyrir einhverjum árum, en í dag eru **allir** með Apple tölvur. Í kringum mig myndi ég segja að svona 70% af því fólki, sem ég þekki og vinn með noti Apple tölvur. Eflaust hafa einhverjir smitast af mér, en það er samt fráleitt að halda því að Apple notendur séu einhver jaðarhópur auk þess sem að Apple selur vinsælasta farsímann í dag.

Samt er RÚV ennþá að notast við einhverja útgáfu af Windows Media Player, sem virkar ómögulega á Apple tölvum – og alls ekki á iPhone eða iPad.

Vísir uppfærði sitt kerfi nýlega og þeir enduðu með eitthvað Flash dót, sem er svo hægvirkt að ég get ómögulega horft á heilt myndband án þess að það hökti 10 sinnum.

Má ég koma með tillögu til RÚV um hvernig þeir geti lagað þetta?

Hættiði með eigin kerfi og vinnið þetta bara með Youtube. Setjið Silfur Egils og Kastljós þætti þar strax að lokinni útsendingu. Youtube myndbönd er hægt að hafa í frábærum gæðum og það sem er mikilvægast – þau virka alls staðar. Í öllum tölvum, öllum vöfrum og á öllum farsímum. Það er jú árið 2010 og stór hluti netnotkunnar fólks er á farsímum. RÚV gæti verið með sér stöð innan Youtube og það myndi ekki kosta það neitt að vera með sín myndbönd þar (ólíkt því að hýsa þau á eigin server með einhverju Windows Media Player dóti).

Þannig að þessi lausn myndi spara RÚV umtalsverða peninga og gera myndböndin aðgengileg öllum. Af hverju ekki?

16 thoughts on “RÚV á Youtube!”

  1. A fokking men!

    Ég er búinn að láta þetta fara endalaust í taugarnar á mér. Áður en Vísir breytti úr gamla lélega forminu sínu yfir í nýja, hæga og enn lélegra formið, þá voru þeir með takka á síðunni sinni sem á stóð: “Ertu erlendis? Hökktir útsendingin? Smelltu þá hér fyrir stöðugra samband!” Skemmtilegt að segja frá því að í fjögur (4!!!) ár smellti ég reglulega á þennan link og það kom alltaf einhver villumelding um að síðan væri ekki til. Svo skelfilega lélegir eru þeir.

    Ekki þar fyrir, ég horfi nánast aldrei á fréttir að heiman lengur. Þvílíka ómenningin. Svo ég vitni nú í Jóa Kjartans frá því í síðustu viku: “Þrjár forsíðufréttir á visir.is í dag fjölluðu um sama kúkinn í sömu rútunni. Ísland er krummaskuð.”

    Vonast til að sjá ykkur um jólin.

    Óli

  2. Ég er nú ekki einu sinni með Apple, en get samt ekki horft á Kastljós eða neitt á ruv.is.
    Tek undir þessa tillögu!

  3. Þetta stendur allt til bóta hjá RÚV.
    Beinu útsendingarnar eru komnar í flash og mp3, upptökurnar eru í vinnslu og ættu að detta inn fyrir áramót.
    Einnig stendur til að setja þætti, bæði útvarps og sjónvarps, í podcast – Kastljós, Fréttir, Silfur Egils og fleirri sjónvarpsþættir verða í boði þar sjónvarps megin.
    Árni

  4. Jamm, Óli þessi breyting á Vísi var verulega furðuleg. Það er magnað að eftir 4 ár með gamla kerfinu þá hafi menn hitt á nýja lausn, sem er enn verri. Sömuleiðis, vonumst til að sjá ykkur um jólin!

    Gott að heyra þetta Árni. Ég vona að menn hafi bara í huga að þetta sé algengilegt í öllum tækjum – sérstaklega frá Apple – í stað þess að kaupa einhverjar Microsoft lausnir.

  5. Ég er einmitt í útlandinu og með Mac og orðin agalega þreytt á þessu líka, styð þessa tillögu!

  6. Valþór, ef þú værir að setja af stað vefsíðu í dag finndist þér það gáfuleg hugmynd að útiloka alla þá, sem nota iPhone, Mac og iPad? Ég held ekki.

    Málið með Youtube hugmyndina er að RÚV þyrfti ekki að stressa sig á því að virka á öllum mögulegum tækjum, því Youtube sér um þá vinnu fyrir þau.

  7. Þeir ættu bara að setja mynböndin á síðuna sem mp4 og þá með fjölbreytilega möguleika fyrir playback. mp4 er það besta í dag og meðal annars er það fyrsta sem unnið er að fyrir html5. Yourube hugmyndin er líka nokkuð góð.

    Valþór þú ert bara vitleysingur. Þér er sama svo lengi sem þú færð það sem þú vilt og vill so heppilega að þú sért að nota Stonefood frá Nuttercrap. Þú segðir annað ef Nuttercrap getur ekki gert það sem þú vilt að það geri.

  8. Anda í gegnum nefið.
    Ég sagði bara að 8-10% væri við það að teljast jaðarhópur. Í pistlinum er talað um að Apple notendur gætu varla talist til jaðarhóps, en það er umdeilanlegt eins og tölurnar benda til.

    Og já það er rétt ályktað hjá þér Einar, þegar ég set upp vefsíður, passa ég að þær sjáist í öllum helstu browserum, bæði í tölvum og í mobile tækjum, m.a.s. helst á ó-snjallsímum. Það er einfalt og oftast ódýrara að nota opna staðla en lokaða.

    @Heiðar, mér er algjörlega fyrirmunað að skilja hvernig í ósköpunum þú getur slengt fram þessari fullyrðingu um mig í samhengi við það sem ég skrifaði. Þú þekkir mig ekki neitt.
    Ég gæti allt eins haldið því fram að þú værir bergrisi eða tígrisdýr, það myndi meika svipaðan sans.

  9. @Valþór, Ég veit að ég þekki þig ekki neitt en ég veit allavega að það skiptir engu máli hver er með meiri markaðshlutdeild í * frá * vegna þess að einokun á hlutum getur valdið stórtjóni ef hún bregst.

    Þess vegna eru fleiri og fleiri að reyna með sinni bestu getu að búa til universal codecs og software svo samkeppnin geti staðið á fótum sínum.

    Það sem ég sagði var bara beint að þeirri raun og ég fyrirlít alla sem styðja á bakvið einokun og proprietary-isma

    Ef þú ert ekki þannig manneskja þá 🙂

  10. Vídeó skrárnar verða á mp4 formati og útvarpið í mp3.
    Vinnan við þetta hefur öll verið unnin hjá RÚV. Nú erum við bara að bíða eftir að hýsingaraðilinn okkar klári nokkra hluti hjá sér.

    Gæti kanski tekið fram líka fyrir Valþór, að markaðshlutdeild Apple á Íslandi var 10% fyrir 2 árum og hefur vaxið síðan þá – er þó ekki með nákvæmar tölur, en er komið nær 15%.

  11. Gott að heyra að þetta verði á MP4 – það er langbest að hafa þetta bara HTML5. Þá ætti ég að geta horft á vídeóin á iPad-inum mínum og líka notað AirPlay á þau. Jibbí! 🙂

Comments are closed.