Í þessu magnaða myndbandi eru þáttakendur í Miss USA keppninni spurðar hvort það eigi að kenna þróunarkenninguna í skólum?
Það segir ansi mikið um Bandaríkin að yfir höfuð sé verið að spyrja þessarar spurningar. En svörin eru engu skárri. Flestir þáttakendur virðast telja að það eigi ekki að kenna þróunarkenninguna, sem er grunnurinn að því að fólk skilji hver við erum og hvernig lífríki á jörðinni virkar. Þeir sem vilja yfir höfuð að hún sé kennd virðast aðallega vilja þess vegna þess að fólk eigi skilið að læra um allar hliðar málsins.
Semsagt, að þróunarkenningunni sé stillt upp jafnfætis þeirri kenningu að Guð hafi skapað jörðina á 7 dögum.
Við það að horfa á þetta þá er ekki laust við að maður missi trúna á mannkynið þegar að öflugasta land veraldar elur fólk upp á svona vitleysu.
(Via @olisindri)
http://media.economist.com/images/na/2009w06/Darwin.jpg
Jamm, ég var búinn að sjá þetta graf. Magnað.
“Það segir ansi mikið um Bandaríkin að yfir höfuð sé verið að spyrja þessarar spurninga” er nákvæmlega það sem ég hugsaði þegar ég var að horfa á þetta. Þetta land er svo brenglað eitthvað.
Should math be taught in schools?
http://www.youtube.com/watch?v=9QBv2CFTSWU
http://documentaryheaven.com/louis-theroux-most-hated-family-in-america/ þetta fólk er líka rosalegt