Við Margrét kláruðum í vikunni að horfa á síðustu Mad Men seríuna, sem var að klárast í sænsku sjónvarpi. Ég man að eftir bæði fyrsta og síðasta þáttinn í þessari seríu þá hugsaði ég með mér: Þetta eru langbestu sjónvarpsþættir, sem eru í framleiðslu í dag“.
Eftir því sem þáttunum fjölgar þá verður Roger Sterling alltaf í meira og meira uppáhaldi hjá mér (sjá nokkur góð atriði með honum hér). Í síðustu tveimur seríum hefur hann verið nokkurs konar trúður á skrifstofunni og það hlutverk fer honum einstaklega vel. Það eru ófá skiptin sem ég hef hlegið upphátt að honum og það er nokkuð skrítið í þessum annars miklu dramaþáttum.
Ef þú ert ekki að horfa á Mad Men þá ættir þú að byrja á því strax. Fyrsta serían er alls ekki sú besta, en þættirnir verða bara betri og betri. Að mínu mati var til dæmis þessi sería, sem var að klárast, sú besta hingað til. Pete, Megan og Roger Sterling hafa borið af öðrum.
Algjörlega sammála þér með alla punktana sem þú nefnir og þetta eru án efa langbestu sjónvarpsþættir sem eru í framleiðslu í dag.
Það tók mig frekar langan tíma að komast í gegnum fyrstu séríuna þar sem að þættirnir eru hægir og áhorfandinn er ekki mataður af öllu því sem er að gerast.
Það er einnig mikið lagt í þættina hvað varðar að skapa rétt andrúmsloft og klæðnað sem vera á þessum árum.