Augl

Ég lýsi því hér með yfir að “heimsborgara” herferðin hjá Iceland Express er gargandi snilld. Ég brosi ennþá að auglýsingum, sem ég hef séð a.m.k. 20 sinnum í HM glápinu mínu.


Af gefnu tilefni vil ég benda á grein, sem ég skrifaði fyrir einu ári: [Leiðinlegasta sumarveður í heimi](https://www.eoe.is/gamalt/2005/07/11/19.18.41/). Þessi grein á vel við þessa dagana. Ég held að það séu engin takmörk fyrir því hversu ömurlega hryllilegt veðrið er á þessu landi. Ég hata íslenskt veðurfar. HATA ÞAÐ!

5 thoughts on “Augl”

  1. Þú ert alltaf velkominn í heimsókn. Það verður uþb 30 stiga hiti í DC í dag!
    kv., Sandra

  2. Hefdi vedrid ekki orugglega verid betra ef Samfylkingin hefdi unnid kosningarnar?

  3. Jú, ég er sannfærður um það. Það hefur rignt uppá hvern einasta dag síðan að xBé og hægri bleikur unnu þessar kosningar.

Comments are closed.