Tenglar

Björgvin Ingi var eitthvað að tala um að hann hefði ekki verið á lista yfir vefleiðara hjá Tómasi H..

Ég veit ekki heldur hver þessi Tómas er en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá tengil yfir á síðuna mína. Þar er ég merktur sem Einar?. Ég veit ekki hvað spurningamerkið stendur fyrir. Ég er búinn að safna nöfnum á fullt af íslenskum vefleiðurum og ætla að setja þau öll upp á nýju síðuna mína.

Nýtt útlit

Ég var að vinna að því í gær að búa til nýtt útlit á heimasíðuna mína. Ég hef ákveðið að hætta að nota ramma. Að hluta til er það boðskapur frá useit, sem Björgvin Ingi og Geir Fr. hafa verið að útbreiða. Samt er aðalástæðan sú að ég fíla einfaldlega betur nýja útlitið. Ég ætla að koma því upp um helgina

Wal-Mart

Ég setti þennan tengil upp á ensku síðunni minni í gær. Mér finnst þetta nokkuð fyndið. Síðan er hjá gaur, sem er búinn að safna kvittunum frá Wal-Mart í 3 ár, en Wal-Mart er stærsta matvörubúðakeðja í heimi. Það er sérstaklega gaman að lesa öll commentin við hverja kvittun, sem fólk er búið að senda.

Whassup

Hérna er enn ein útgáfan af Whassup auglýsingunum. Þessi útgáfa blandar saman The Matrix og Whassup. Ef þú hefur ekki ennþá séð Whassup auglýsingarnar þá verðurðu að kíkja á Budweiser.com

visi.is, þar sem eitthvað par, sem var á ferðalagi um Asíu, sendi reglulega inn ferðasögurnar sínar. Mér fannst þetta ekkert voðalega skemmtilegt. Ég las nokkrar uppfærslur og mér fannst þær frekar daufar. Ég og vinir mínir héldum uppi svipaðri síðu á Leifur.com og var hún ágætlega vinsæl. Það er hins vegar ekki mjög spennandi að lesa ferðasögur frá einhverju fólki, sem maður þekkir ekki, nema þær séu þeim mun betur skrifaðar. Ég veit ekki hvort að einhverjir, sem þekktu okkur ekki hafi rekist inná síðuna og hvort þeir hafi haft nokkurn áhuga á sögunum okkar.

Annað, sem er athylisvert á visi.is og einnig á mbl.is er að um leið og Manchester United er dottið út úr meistaradeildinni, þá hættir öll umfjöllun um deildina á þessum fréttavefjum. Ég þurfti að fara á CNN/SI til að finna hvort að undanúrslitin væru örugglega í dag.

Gagnrýni á Liverpool

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

Gagnrýni á Liverpool

Það er ekki oft, sem ég gagnrýni liðið mitt, Liverpool en nú er nóg komið. Fjórir leikir án þess að skora mark. Og það með framherja, sem eru sennilega samanlagt virði um 40-50 milljónir punda. Hvað er að?

Menn gera ekkert jafntefli á móti Southampton. Það er bara ekki hægt. Og svo er nýji búningurinn líka miklu ljótari en sá gamli. Hann er þó ekki eins slæmur og varabúningurinn hjá Manchester United, sem er eins og ljót náttföt.

Lottó

Ég spilaði í Lottóinu um helgina. Vinningurinn var 230 milljónir dollara. Ég keypti miða fyrir 2 dollara. Ég trúi því ekki ennþá að ég hafi ekki unnið.

Heimsókn

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð mikið um íbúðina okkar. Í gærkvöldi borðuðum við í Signature Room, sem er á 95. hæð í Hancock byggingunni, sem var geðveikt.

Í dag fórum við í McCormick place, þar sem FMI matvörusýningin var haldin. Við eyddum deginum þar og var það nokkuð áhugavert.

Chicago

Chicago borg er alveg æðisleg í svona góðu veðri. Það er búinn að vera um 25 stiga hiti hérna síðustu daga, sem er ekki mjög gaman þegar maður er í próflestri, en ég var búinn í bili í gær og því fórum við Hildur niður í bæ. Við löbbuðum um miðbæinn og nágrenni og fengum okkur svo að borða á Pizzeria Uno en þar voru einmitt búnar til fyrstu deep-dish pizzurnar og voru þær mjög góðar. Við fórum svo í bíó.

Reyndar þurftum við að bíða í 3 klukkutíma því það var uppselt á næstum allar sýningar á myndinni, sem við ætluðum að fara á, Gladiator. Við fengum þó loksins miða á ellefu sýningu. Myndin er frábær. Endilega sjáið hana þegar hún kemur heim til Íslands.

Rosaleg vika

Þetta er búin að vera rosaleg vika. Ég er búinn að vera í þrem miðsvetrarprófum og einu skyndiprófi í þessari viku. Ég er búinn að komast að því að það er ekki gaman að vera inni og lesa hagfræði í þessum hita. Það er öllu skárra að liggja niðri hjá Michigan vatni og lesa rúsneska snilld.

Ég er búinn að vera í sögu Sovétríkjanna á þessari önn og er þetta einn skemmtilegasti tíminn, sem ég hef verið í hérna í Northwestern. Prófessorinn, Irwin Weil, er alger snillingur. Hann hefur kennt við moskvuháskóla og hann veit allt um Rússland. Hann var meira að segja viðstaddur útför síðasta keisarans. Ég hef lært gríðarlega mikið í þessum tímum. Kannski einna merkilegast er að ég hef sannfærst enn frekar um að það er ekki með nokkru móti hægt að afsaka voðaverk bolsjévika. Það er í raun óskiljanlegt að sjá fólk í kröfugöngum með Sovéska fánann.

Ég set ekkert útá það að fólk trúi ennþá á kommúnisma, en að lýsa stuðningi við stjórnarfar Sovétríkjanna er óskiljanlegt.

Bókin, sem ég las fyrir fyrsta prófið, Quiet Flows the Don, eftir Mikhail Sholokov er sennilega næstbesta skáldsaga, sem ég hef lesið. Eina bókin, sem er í meira uppáhaldi hjá mér er Hundrað ára Einsemd eftir Gabriel Garcia Marquez.

jæja, nóg um bókmenntir, ég er farinn niðrí miðbæ Chicago.