Myndir af sómölskum sjóræningjum.
Author: einarorn
We Are Scientists – Hoppipolla Cover Sigur Ros
We are Scientists taka Sigur-Rósar-lagið Hoppípolla. Skemmtilegur hreimur.
Liverpool Bloggið " Rafa skrifar undir!!!!!
Rafa Benitez skrifar undir samning hjá Liverpool, sem gildir til ársins 2014. FRÁBÆRAR fréttir.
iPhone 3.0
Apple kynnir iPhone 3.0 hugbúnaðinn. Aðal-nýjungin er copy-paste, sem hefur af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki verið inní iPhone stýrikerfinu. Aðrar breytingar eru aðallega breytingar, sem munu gera mönnum kleift að smíða betri forrit fyrir símann.
1-4
Orð eru óþörf:
Gvendarbrunnur: Jon Stewart vs. CNBC
Góð samanteknt á vídeóum þar sem John Stewart ræðst snilldarlega á CNBC
Base jump Burj Dubai
Tveir menn stökkva í fallhlíf framaf Burj Dubai, hæstu byggingu heims.
Leftist Party Wins Salvadoran Vote
Gömlu skæruliðarnir í FMLN, sem hafa verið friðsæll vinstri-sinnaður stjórnmálaflokkur síðan að borgarstyrjöldinni lauk, unnu í gær sinn fyrsta kosningasigur í El Salvador. Formaður flokksins Mauricio Funes verður því forsætisráðherra í þessu litla landi, sem hefur verið stjórnað af hægri flokknum Arena síðan 1989. Funes segist ekki ætla að fylgja eftir fordæmi Hugo Chavez, heldur segist hann líta mun frekar til Lula, forseta Brasilíu. Þetta eru jákvæðar fréttir að mínu mati.
Á skíðum
Ég er staddur í litlu fjallaþorpi í Ölpunum með Margréti og góðum vinum. Hef verið hérna á skíðum síðustu fimm daga í frábæru veðri og færi. Ég hef ekki farið í svona skíðaferðir síðan ég var lítill strákur, þannig að ég var búinn að vera með verk í maganum fyrir ferðina.
Það er í raun svo langt síðan ég fór á skíði að ég hafði aldrei áður prófað carving skíði, sem allir virðast nota í dag. En þrátt fyrir að ég hafi sennilega ekki skíðað í 10 ár þá var þetta ekkert mál og ég var tiltölulega fljótur að rifja upp gömlu taktana.
Við fórum í snjóbrettakennslu í gær, sem gekk sæmilega. Ég datt sirka 50 sinnum, er aumur í höndunum, reif næstum því á mér nárann og sitthvað fleira. Okkur fannst það þó hálfgerð sóun að eyða tímanum í barnabrekkunum á snjóbretti þegar að við gátum verið að skíða um allt svæðið. Síðasti dagurinn á skíðum er á morgun og svo förum við aftur til Svíþjóðar á sunnudaginn.
Minn seðill í prófkjörinu
Ég ætla að kjósi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Svona mun minn seðill líta út:
Einsog greinilegt er á seðlinum þá tel ég endurnýjun vera nauðsynlega.
- Jóhanna Sigurðardóttir
- Helgi Hjörvar
- Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
- Valgerður Bjarnadóttir
- Anna Pála Sverrisdóttir
Anna Pála er eina manneskjan á þessum lista sem ég þekki persónulega og ég hef áður skrifað um stuðning minn við hana. - Jón Baldvin Hannibalsson
Ég tel að mikilvægasta málið á næsta kjörtímabili sé innganga í ESB. Ég treysti engum betur til að fylgja því málefni eftir en Jóni Baldvini. Hann hefur þó gert margt undanfarin ár sem hefur fellt hann af þeim stalli, sem ég hafði hann á þegar ég var yngri. - Skúli Helgason
- Pétur Tyrfingsson
Ég tel að Ingibjörg Sólrún hafi algjörlega brugðist síðan að síðasta ríkisstjórn var mynduð. Fyrir það fyrsta þá gaf hún strax eftir mikilvægasta málið að mínu mati, aðild að ESB. Í öðru lagi gaf hún eftir bæði forsætisráðuneytið og fjármálaráðuneytið til Sjálfstæðisflokksins og tók í staðinn utanríkisráðuneytið þar sem hún gerði lítið gagn. Við skipan í ráðherrastóla horfði hún svo algerlega framhjá manninum, sem að flokksmenn höfðu kosið sem varaformann flokksins og hundsaði síðan skilaboð kjósenda í prófkjöri í Kraganum. Mér hugnast ekki slíkt vald formanns í Jafnaðarmannaflokki.
Í aðdraganda fjármálakreppunnar gerði Ingibjörg lítið nema að verja bankana. Sem formaður annars stjórnarflokksins var hún í einstöku hlutverk til að gera eitthvað í aðdraganda kreppunnar, en því hlutverki brást hún. Einnig virðist hún hafa haldið viðskiptaráðherra algjörlega utan við alla alvöru fundi um alvarlega stöðu mála. Varla veit það á gott þegar að traust hennar á samstarfsfólki er svo lítið.
Ingibjörg hefur svo lítið gert á meðan að nafni Baugs-veldisins var ítrekað klínt á Samfylkinguna, okkur hefðbundnum flokksmönnum til lítillar gleði.
Hlutverk Samfylkingarinnar í bankahruninu er auðvitað ekkert í líkingu við hlutverk Sjálfstæðisflokksins. En fyrrverandi ríkisstjórn brást hins vegar ásamt Seðlabanka og Fjármálaeftirlitun algerlega sinni skyldu. Í því eiga fjórir ráðherrar væntanlega mesta sök: Ingibjörg, Össur, Geir og Árni. Þeir tveir síðastnefndu hafa vikið. Ég tel það hlutverk okkar í Samfylkingunni að sjá um að hin tvö víki líka. Annars hefur flokkurinn ekki gert upp þetta hrun og enga ábyrgð á því tekið.
Ingibjörg Sólrún hefur síðustu ár verið einn af mínum uppáhalds stjórnmálamönnum. En hún brást svo algerlega öllum sínum skyldum í aðdraganda hrunsins að hún hreinlega verður að víkja. Hún hefði átt að viðurkenna sína ábyrgð og víkja sjálf. Yfirmenn Seðlabanka, Fjármálaeftirlitsins, forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa allir vikið. Hún er eini aðilinn sem er eftir og hefur enga ábyrgð tekið.