Bestu Háskólar í Bandaríkjunum

Í gær var ég eitthvað að skrifa um háskóla og hvernig USNews raðaði þeim niður á listanum yfir bestu háskólana. Skemmtileg tilviljun að akkúrat í dag var gefinn út 2002 listinn, þannig að það, sem ég var að tala um í gær, er úrelt í dag.

Það eru svo sem litlar breytingar frá því síðast, Princeton í efsta sæti, Harvard númer tvö, svo Yale og Caltech.

Það ánægjulega fyrir mig og mína skólafélaga er þó að minn skóli (Northwestern University) færist upp um eitt sæti, í það tólfta. Skólinn minn klifraði yfir Cornell, sem dettur niður í fjórtánda sæti.

Það skemmtilega við þetta er að nú er skólinn minn kominn fyrir ofan tvo “ivy league” skóla, það er Cornell, sem er númer 14 og Brown, sem er númer 16.

Annars lítur listinn svona út:

 1. Princeton University (NJ)
 2. Harvard University (MA)
 3. Yale University (CT)
 4. California Institute of Technology
 5. Massachusetts Inst. of Technology
 6. Stanford University (CA)
 7. University of Pennsylvania
 8. Duke University (NC)
 9. Columbia University (NY)
 10. Dartmouth College (NH)
 11. University of Chicago
 12. Northwestern University (IL)
 13. Rice University (TX)
 14. Cornell University (NY)
 15. Washington University in St. Louis
 16. Brown University (RI)
 17. Johns Hopkins University (MD)
 18. Emory University (GA)
 19. University of Notre Dame (IN)
 20. University of California – Berkeley

Hægt er að nálgast allan listann hérna